Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 42
inn í bragði fyrir utan kofa sinn. Þá bar þar að bréfbera, er fór með bréf úr einum stað í annan. Bréfberinn færði Maríusi líka bréf. Hann sá óðara, að það var frá Elínu, og reif það upp þegar í stað. Hún skrifaði honum, eins og hún var vön, að hún hefði allt af hugann hjá honum ein- um. Nú sagði hún honum þau tíðindi, að fyrrverandi húsbóndi hans hefði komið til sín og sagt, að staðan, sem hann hefði haft, væri nú laus, og nú gæti hann fengið liana, ef hann vildi. Og þá skyldi hann hækka laun hans. Þá barðist hjartað í brjósti Maríusar. Nú greip heimþráin hann, hemi til Elínar sinn- ar. En svo flaug honum í hug, livað aðrir mundu segja. Allir mundu hlæja að því, ef hann kæmi aftur eins og hann fór, með tóm- ar hendur tvær. Þama færi nú stórhuga mað- urinn, sem farið hefði æfintýraförina til gull- landsins til að safna ógna-auðæfum! Hann sat nú lengi og velti þessu fyrir sér. Sólin skaut brennandi geislum á auðnina allt í 'kring um hann. Hugsaði hann þá til fcr- sæluskóganna heima í föðurlandi sínu. En hér var nú auðsvon fyrir þá, sem liöfðu lán- ið með sér. Og hann vildi ekki hætta, fyr en liamingjan hefði fallið honum í skaut. Þá vissi hann ekki fyrri til, en einhver nefndi hann með nafni. Hann leit upp. Stóð þar þá ekki ung og fríð stúlka. Alveg varð liann steinhissa. Hún var búin gullnum silk> slæðum. Á höfðinu bar liún djásn mikið, og ljómaði það með öllum regnbpgans litum í sólskininu. „Hver emð þér, fagra yngismey?“ spnrði Maríus. „Og hvað heitið þér?“ „Ég heiti nú mörgum nöfnum“, svaraði liún brosandi. „En Hamingja heiti ég í þín eyru“. „Hamingja!“ hrópaði Maríus alveg frá sér numinn. „Ég sem hefi verið að leita að henni í tvö ár og hvergi fundið. Getið þér nú veilt mér það, sem ég er að sækjast eftir?“ „Gullið, áttu við gullið rauða“, svaraði hún og hló, og hláturinn ómaði alveg eins og málmurinn dýri, sem hún var að tala um. „Já, ef þú færð höndlað mig, þá öðlast þú allt, sem þú óskar þér“. Og svo sveif hún áfram eftir veginum, og Maríus hljóp á eftir henni með hjartað titr- andi. — Hann þreif í þessa gullnu veru, en hún vatt sér undan og sveif áfram lengra sem hraðast. Maríus elti hana nú allan liðlangan daginn lafmóður; en er nóttin skall á, þá fleygði hann sér niður, örmagna af þreylu, til þess að taka sér hvíld. En jafnskjótt sem Ijómaði af degi, sá hann þessa geislandi huldumey álengdar. Hún veifaði til hans glettnislega, en hann spratt á fætur og tók að elta hana, alveg heillaður. Svona gekk leikurinn ár eftir ár. Maríus varð þreyttur, fjörlaus og gamall; en aldrei varð hann svo þreyttur, að hann hætti við að elta hamingjudísinla, þó að liann gæti aldrei höndlað hana. Seinast fannst honum eins og einhver væri með lionum, en aldrei gat liann þó komið auga á neinn. Hann varð svo kvíðafullur og hræddur um sig, og þegar hann fleygði sér á nóttunni á harða legurúmið sitt, þá ásetti hann sér að hætta að elta þessa svikulu ham- ingjudís. En þegar hann vaknaði að morgni og sá hana standa álengdar í gullnum ljómá þá gleymdi Iiann því áformi sínu. — Og nú liðu mörg ár. Þá var Maríus orð- inn gamall og grár fyrir liærum. „Sárheitum suðurs í geim sólbruninn þynti hans hár“. Einu sinni bar hann að reginfjöllum. En þungt veitir gömlum að ganga í kletta, sann- aðist á lionum. Hann kleif upp klettana og skreið yfir eggjagrjótið og blóðið lagaði úr höndunum á honum. Annað veifið urðu fyrir honum þéttir þyrnirunnar, og þyrnarnir stungust inn í liendur lians og fætur. Og fyrr en vissi ögn hann af, þá stóð hann á ógurleg- um gjárbarmi; yfir gjána lá mjór planki. Hamingjudísin gullna sveif léttilega og yndislega yfir gjána, þó að mjór væri plank- inn. Þarna nam Maríus staðar í fyrsta sinn- „Hvað dvelur þig, tryggi förunautur?" spurði dísin. „Nú er ekki nema þessi eina torfæra eftir, og þá nærðu mér“. Maríus steig þá út á plankann, en nam staðar. Nú fann hann svo greinilega, að ósýni- leg vera stóð við hlið honum, og hann heyrði lágværan hlátur. Hann litaðist um, en engan sá hann. 166 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.