Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Page 48

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Page 48
Laksins hafa Kalli og Palli lokið við að skrifa Ástu frænku sinni í Skotlandi bréf. Pað urðu níu arkir og Kalli skrifaði átta af þeim og sagði henni frá öllu því sem hafði hent þá frá því þeir skrifuðu síðasta þréf. Pess vegna átti Palii erfitt með að koma saman þessari einu örk, sem hann skrifaði. Nú kom í Ijós, þegar þeir ætluðu að setja bréfið í póstkassann, að nýbúið var að tæma hann ,en hann var aðeins tæmdur einu sinni í mánuði. Var þá ekki annað ráð til en að senda bréfið í loftpósti. í héraðinu þar sem Kalli og Palli þúa leikur inn- brotsþjófur lausum hala. Nú eru þeir mjög hræddir um að hann steli klæðaskápnum þeirra, þar sem þeir geyma alla sína peninga. Peim dettur það ráð helzt í hug að fá sér grimmán hund og kjötbein. Næstu nótt kemur þjófurinn og stelur klæðaskápnum þeirra. Þjófurinn hugs- ar með sér, að þetta muni vera góður fengur, því skápurinn er þungur. Hann ber skápinn á af- skekktan stað, en um leið og hann brýtur hurð- ina upp, þýtur urrandi og geltandi hundur á hann. Þjófurinn leggur á flótta með hundinn á hælum sér og Kalli og Palli geta þá sótt skápinn sinn. Þegar hundurinn kom aftur fékk hann vænt kjötbein að launum.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.