Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Síða 9

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Síða 9
hafði verið. Hann náði til hennar í því Sem hún var að sökkva í þriðja sinn. Hún hlaut að vera orðin meðvitundarlaus, að Pdnnsta kosti lá hún hreyfingarlaus í örm- hans. Strax og hann var kominn með hana uÞp á ströndina hóf hann lífgunartilraun- lr> og- fyrstu orðin sem hún sagði eftir að hún komst til meðvitundar voru ekki sérlega hvetjandi. „Bjáni getið þér verið!“ ^autaði hún. En Jacques var síður en svo gramur. Hann brosti við henni og virti hana fyrir sér af aðdáun. Hann kraup á kné við hlið hennar og sHauk varlega hárið frá votu enninu. Það ^laddi hann að sjá roðann færast að nýju 1 vanga hennar. »Þú hefur víst farið manneskjuvillt!“ hljómaði þá rödd á bak við hann. Unga stúlkan spratt á fætur og hljóp ^iðar sinnar. »Ó, ert það þú, Génévive!“ sagði Jac- PPes ,en leit ekki framan í hana. »Já, víst er það ég. Flýttu þér nú að homa þér í þurr föt. Svo skulum við fara UPP í lestrarsal. Ég þarf að tala alvar- le&a við þig.“ Jacques var ekkert sérlega ánægður með hað, að Génévive skyldi haf séð hann þarna Sem hann lá á hnjánum — og komið að honum þannig. Nú ætlaði hún sér að gera oitthvert veður út af þessu, hugsaði hann Þar sem hann gekk upp tröppurnar upp í ^itla lestrarsalinn þar sem Génévive beið eftir honum. »Segðu mér nú, heillakarlinn," mælti hún og stakk handleggnum undir hönd ll;ills. „Myndirðu verða fjarska-fjarska htiugginn, ef þú hættir við að giftast tnér?“ »Að sjálfsögðu,“ tautaði Jacques og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. »Þú skalt ekkert hafa áhyggjur af því að ég yrði leið. Vertu nú alveg heiðarleg- Ul'1 Viðurkenndu, að við tvö þekkjum hvort ^eimilisblaðið annað mjög vel. Við erum ágætir félagar og höfum mætur hvort á öðru, — en það er ekkert til að grundvalla hjónaband á. Bezt er, að við ræðum allt það mál, áður en það er orðið of seint. „En ... en . .. “ tautaði hann, stöðugt meira undrandi yfir hreimnum í orðum Génévive. „Hvað myndu foreldrar okkar segja? Það yrði ægilegt uppistand." „Þarna komstu með það! Við höfum beygt okkur fyrir vilja foreldra okkar; en nú held ég það sé komið fyrir þér eins og mér. Það er ungur maður, sem ... Jæja, við getum alltaf talað betur um það. En þú hefur aldrei hroft á mig þeim augum sem þú horfðir á stúlkuna sem þú varst að bjarga. Þú beinlínis þarfnast þess að giftast henni.“ „Því þá það?“ „Vegna þess að þið elskið hvort annað. Vertu viss, það var ekki hægt að láta sér misskiljast það ...“ Tveim dögum síðar barst fregnin um hina uppleystu trúlofun Jacques og Géné- vive út um allt eins og eldur í sinu, — en Jacques fór aftur til borgarinnar ásamt Romaine Déray, imgu stúlkunni sem hann hafði bjargað. „Segðu mér, því í ósköpunum kallaðirðu mig bjána þarna á ströndinni um daginn ?“ spurði hann hana í lestinni. „Vegna þess að ég vildi deyja. Eg stóð svo ein uppi í heiminum . . . allt hafði mis- heppnazt fyrir mér.“ „En núna?“ „Ó nei .. . núna sé ég ekki eftir því, að þetta skyldi misheppnast!“ „Hversvegna, litla stúlka?“ „Kjánastrákur! Hvers vegna ertu að spyrja að því sem þú veizt? Því að ann- ars hefði ég aldrei kynnzt þér ... “ 81

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.