Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Síða 13

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Síða 13
göngur með hundinn, einmitt á sama tíma dags. Sunnudagsmorgun einn íklæddi hún hundinn venjulegri bakábreiðu með ísaum- uðu fangamarki og lagði af stað í göngu- för. Pilou lagði geltandi af stað og togaði, eins og hann var vanur, í áttina að Rue de Pizerte. Það var engu líkara en hann tæki þessa óhrjálegu og dimmu götu fram yfir uilar aðrar götur, en Germaine vildi hins vegar ganga í áttina að kirkjugarðinum eftir hinum fallegu breiðvegum, en þangað Var ferðinni jafnan heitið; í þetta skipti iét hún þó eftir seppa að stjórna förinni. Pilou gelti hinn ánægðasti og vildi endi- ^ega komast þvert yfir götuna, á gang- stéttina hægra megin. Þegar komið var að húsinu nr. 28 stóð hann kyrr og vildi fura inn í húsasundið. Hún togaði í ólina hans, en hundurinn streittist á móti og það svo hraustlega, að ólin skrapp úr hendi ^onunnar, og þegar hundurinn var laus, Var hann ekki lengi að hlaupa upp tröpp- urnar. Germaine hljóp á eftir honum, kallandi °g flautandi, en hundurinn lét sem hann Wrði ekki fyrirskipanir hennar. Hún náði honum ekki, fyrr en hann Var kominn upp á stigapall þriðju hæðar, eu þar krafsaði hann í einar dyrnar eins °S hann ætti lífið að leysa. En Germaine tékst að grípa í ól hans, snoppungaði hann fyrir óþekktina og dró hann niður stigann. leiðinni niður hitti hún konu húsvarð- ai’ins sem var á uppleið, haldandi á skúr- lr|garfötu. Hún kinkaði kolli hæversklega Germaine og vék til hliðar svo hún ^femist framhjá, en veitti þá nánari eftir- fokt Pilou, sem ekki vildi láta teyma sig ^eð góðu móti niður stigana. »Jseja,“ hrópaði hún, „svo að þetta er aann Pilou! Það er þó langt síðan maður u®fur séð þig, gæzkurinn!“ Hún lagði frá Sei' fötuna og tók að gæla við hundinn. Germaine leit undrandi á konuna. ^eimilisblaðið „Hvaðan þekkið þér hundinn minn?“ spurði hún. „Jú, Pilou þekki ég frá þeim tíma sem húsbóndi hans kom hingað með hann, — en frúna hef ég ekki áður séð.“ Germaine greip til þess ráðs að lúta niður og klappa hundinum til þess að leyna undrun sinni. Maðurinn hennar hafði sem sagt komið þama að staðaldri . .. en hvers vegna? Hvers vegna vildi Pilou inn í íbúð á þriðju hæðinni? Hver bjó þar? Einhver kvenmaður kannski? Hún hug- leiddi það að stinga peningum að húsvarð- arkonunni til að fá upp úr henni einhverja vitneskju, en gat beinlínis ekki fengið sig til þess. „Frúin hefur kannski ekki hitt ungu stúlkuna á þriðju hæð heima?“ sagði þá konan. „Hún hefur þá líklega skroppið til bakarans.“ „Ég . . . ég kem bara síðar!“ stamaði Germaine og togaði í hundinn. „Nú; þarna kemur ungfrú Janine,“ sagði þá konan næstum sigri hrósandi. Ung stúlka gekk upp stigann, og Pilou stökk fegins hugar í áttina til hennar. „Nei!“ hrópaði hún. „Ert það þú, Pilou? Hvar hefurðu verið allan þennan tíma, og hvers vegna maður ekki séð hann pabba þinn ?“ „Sökum þess að hann er dáinn,“ svaraði Germaine. „Annars lagar mig til að tala við yður fáein orð, ungfrú.“ „Svo gjarnan, ef þér viljið gjöra svo vel að koma með mér upp á þriðju hæð,“ svar- aði stúlkan. Germaine þáði ekki sætið, sem stúlkan bauð henni, heldur spurði kuldalega: „Mér þætti forvitnilegt að vita, hvers konar kunningsskapur var á milli yðar og herra Teruels?" „Herra Teruels, frú?“ endurtók stúlk- an undrandi. „Ég þekki ekki húsbónda Pilous með því nafni. Ég og móðir mín, sem nú er látin, við þekktum hann Emile Taon. Nú fer ég að skilja, hvers vegna 85

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.