Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Síða 20

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Síða 20
litla þögn, „og finnið þér eigi, að þetta eru lítil meðmæli með konunni yðar. Og aúk þess vil ég segja yður, að þér naumast hafið komið hér fram sem vönduðum manni sæmir. Nú hafið þér dvalið hér við baðstöðvarnar í 5 vikur og daglega um- gengist okkur systurnar, en hvorki við né aðrir baðgestir höfum haft hugmynd um annað en þér væruð ókvæntur maður. Gat yður ekki komið til hugar, að þessi þag- mælska yðar kynni að hafa einhverjar ill- ar afleiðingar?" Blóðið hljóp fram í kinnarnar á ungu ekkjunni við þessi síðustu orð, en hár- lokkarnir huldu það að mestu. Prófessor- inn roðnaði líka, en svaraði þó stillilega: ,,Nei, ég hef alls eigi hugsað um það.“ „Þetta líkist einfeldni karlmanna,“ sagði barónsfrúin í hæðnisróm. „En því hafið þér aldrei sagt okkur frá konunni yðar?“ „Af því ég sjálfur veit ekki neitt um hana.“ „Nú eruð þér að gera að gamni yðar.“ „Guð gæfi að svo væri,“ svaraði próf- essorinn sorgbitinn. „Þið munið þó ekki vænti ég vera skil- in ?“ Prófessorinn yppti öxlum, um leið og hann svaraði: „Já og nei, ef þér meinið að hafa slitið samvistum þá erum við skil- in, en að lögum erum við það ekki.“ „Og þetta líðið þér?“ „Menn verða að líða það, sem ekki get- ur verið öðruvísi." „Hafið þér reynt það?“ „Nei, það er árangurslaust, ég fæ ekki kippt þessu í lag.“ Barónsfrúin hristi höfuðið og sagði: „Prófessor, ég vil segja yður sannleik- ann hispurslaust. Þér eruð hrekkjalómur, en nú er bezt að kannast við að hafa leikið á okkur, en við kunnum þó að fyrirgefa yður þetta, ef þér bætið fyrir yfirsjón yðar eins og okkur líkar. Fyrsta skilyrðið er að þér segið okkur frá því hvernig þér komust í kynni við konuna yðar, og hvað síðar olli því, að hjónaband ykkar varð svo hamingjusnautt, eins og ég þykist skilja að það hafi orðið. Ef þér viljið ekki skýra okkur hreinskilnislega frá öllu þessu, mun- um við hefna okkar, og þá megið þér sjálf- ir kenna yður um afleiðingarnar." „Þér krefjist meira af mér en ég Se^ látið í té,“ svaraði prófessorinn. „Eg veit engan skapaðan hlut um konuna mína, og þótt yður kunni að þykja það undarlegt, hef ég naumast sér framan í hana, og veit ekki einu sinni, hvað hún heitir. Funduiú okkar bar saman á allt annan hátt en þér getið ímyndað yður, og kjarkleysi og heig- ulsháttur, sem olli því að ég lét neyða niig til að giftast henni, stafaði af hræðslú við kvalafullan dauða, sem mér var ógn- að með að öðrum kosti. En þegar eftir gift- inguna hvarf þessi kona, og ég hef enga hugmynd um, hvort hún er lífs eða liðiú- Meiri líkur eru þó til, að hún sé látin, þótt ég viti það eigi með vissu. Það eina sem ég veit, er að ég því miður var lög- lega giftur henni. En það er líka allt og sumt.“ Á meðan hann var að skýra frá þessú, hafði ekkjufrúin lyft höfðinu brosandi og ýtti hárlokkunum aftur með vöngunum og horfði á prófessorinn glaðlegum og glettnislegum svip. Hann hrökk saman, þegar hann tók eftir þessu, og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Barónsfrúin hand- lék teskeiðina hugsandi. „Ég ætla — ég má til að vera hrein- skilinn,“ stundi prófessorinn upp vand- ræðalegur. „Þér skulið fá allt að heyra/ og svo fór hann að segja þeim alla hjú- skaparsögu sína; horfði hann niður fjn-11’ sig, því hann brast einurð til að horfa framan í frúrnar. Hann dró ekkert und- an. Ávallt, þegar hann nefndi horfnu kon- una, lýsti rödd hans hlýleik til hennar og hluttekningu. Þegar hann hafði lokið sögu sinni, hann óttasleginn framan í systurnar til að reyna að sjá á svip þeirra, hvaða dóm hann HEIMILISBLAÐlP 92

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.