Heimilisblaðið - 01.09.1977, Síða 26
Og- nokkru seinna sendi hann annað sím-
skeyti:
,Held nú inn í Richmond!"
En ráðherrann varð óttasleginn. Hann
óttaðist að óvinir hans myndu drepa hann,
þegar hann héldi inn í höfuðborg þeirra.
Og ráðherrann sendi Lincoln þetta sím-
skeyti:
„Stofnið ekki lífi yðar þannig í hættu.“
Næsta dag fékk ráðherranna þetta svar:
,,Ég fékk skeyti yðar í gær, fór til Rich-
mond og kom aftur hingað í morgun."
En Lincoln hélt ekki innreið sína í höf-
uðstað óvinanna með trumuslætti og stolti
sigurvegarans. Nú átttu þessir óvinir líka
að vera vinir hans og landsmenn. Og eng-
inn í bænum skyldi verða þess var, að
hann hældist um yfir ósigri þeirra.
Hann hélt inn í borgina með fámennu
fylgdarliði eins og óbreyttur borgari. Það
varð uppnám í bænum, sérstaklega meðal
negranna, sem lengi höfðu vonast eftir,
að ,,Linkum“ forseti sigraði. Nú var hinn
mildi lausnari" kominn. Hér gekk hann
um göturnar eins og hver annar almúga-
maður.
Sumir negranna æptu fagnaðaróp, aðrir
grétu; þeir voru allir utan við sig af gleði.
„Kæri Jesús, ég þakka þér, að ég fékk
að sjá Linkum forseta," hrópaði gömul
negrakona og grét eins og barn.
Þeir komu hlaupandi úr strætum og
skotum, dansandi og fagnandi, veifandi
höfuðfötum og klútum.
Einu sinni settist Lincoln niður til að
hvíla sig ögn. Þá kom til hans gamall
negri; á meðan gleðitárin runnu niður
vanga gamla svertingjans tók hann hatt-
inn ofan og hrópaði:
„Góður Guð blessi yður, Linkum for-
seti!“
Lincoln stóð upp, tók ofan hattinn og
hneygði sig kurteislega fyrir gamla mann-
inum.
Það var nærri liðið yfir hina hvítu í
Richmond, já, það var sagt, að hefðarfrú
ein hefði fallið í yfirlið við þessa sjón.
Að hugsa sér, að æðsti hvíti maðurinn,
sjálfur forset' Bandaríkjanna, heilsaði
negra! Margir litu svo á, að hann hefði
alveg eins getað tekið hattinn sinn ofan
fyrir hundi eða svíni.
En með þessari kveðju vísaði Lincoln
á bug margra alda hleypidómum. Um
ókomnar aldir þurfti enginn að vera fyrir-
litinn af þeirri sök, þóttt hörundsliur hans
væri ekki hvítur.
Lincoln sýndi líka við mörg önnur tæki-
færi, að hann virti negra jafn mikils og
hvíta menn.
Blaðamaður hitti Lincoln eitt sinn önn-
um kafinn við að telja peningaseðla og
lýsti undrnn sinni yfir því.
„Jú,“ sagði forsetinn, „ég fæst ekki við
þetta starf yfirleitt, en þannig er mál með
vexti, að negri, sem er sendill hér í ráðu-
neytinu liggur sjúkur. Hann er nú í sjúkra-
húsi, en getur ekki fengið kaup sitt greitt,
af því að hann getur ekki skrifað nafnið
sitt. Nú hef ég útvegað honum peningana
og hef lofað að láta þá sjálfur í umslag
og skrifa utan á það, því annars er hann,
þessi trygga sál, ekki viss um að hann
fái þá.“
Nú stóð Lincocln á hátindi frægðar
sinnar, virtur og elskaður af flestnm í
Norðurríkjunum, tilbeðinn af negrunum
og öllum, sem höfðu haft kynni af honum-
Banaskot.
Það sem er sorglegast við styrjaldir ei'
að þær ala á hatri og hefndarhug. Og 1
borgarastyrjöldum festir hatrið dýpstai'
rætur í mannssálunum. Það voru margh'
menn í Suðurríkjunum, sem báru óslökkv-
andi hatur til Lincolns. Hann hafði ger-
breytt öllum lífskjörum manna í Suðui'-
ríkjunum. Þess skyldi hefnt.
1 Norðurríkjunum var Lincocln tilbeð-
inn, en Suðurríkjamenn kölluðu hann harð-
170
HEIMILISBLAÐlP