Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 7
„Ég hef ekki viljað minnast neitt á þetta við þig, því ég hef ekki verið viss.“ „Nú?“ sagði Dóra stutt í spuna. „En nú virðist allt liggja ljóst fyrír okk- ar í milli.“ Að hann skuli getíi fengið af sér að tala svona blátt áfram, hugsaði Dóra, en sagði ekkert. „Ég hef verið ráðinn til að teikna bún- inga og skreytingar í næsta söngleikinn hennar. Það þýðir, að þá getum við gift okkur.“ Hann gi*eip hendur hennar. ,,Hver?“ spurði Dóra eins og utangátta. Jerry hló við. „Hvað gengur eiginlega að þér, elskan mín? Hverri heldurðu eigin- lega að ég hafi hugsað mér að giftast? Þú ert nú ekki vön að reika um eins og svefngengill. Reyndu að halda þér vak- andi, stúlka!“ „Ég skil bara ekki vel, hvað þú ei*t að fara.“ „Hefurðu ekki haft hugmynd um það, livað ég hef verið að fást við baki brotnu að undanförnu? Hefurðu ekkert lesið um það í blöðunum, að það fór fram sam- keppni um beztu búningana í nýja söng- leikinn London Follies? Og hver heldurðu að hafi borið sigur úr bj*tum? Reyndu að vakna af svefninum og gizka. Hver annar en einmitt ég! Ég var áðan að tala við leik- hússtjórann og ég er búinn þegar að gera uppkast að skreytingunum, sem búið er að samþykkja. Það er að segja, að ég mun sjá um ytra útlit alls leiksins — og von- andi margra annarra söngleikja í fram- tíðinni." Hann horfði á hana og ljómaði allur. „Ó, Jerry!“ Án þess að gefa því gaum hvar þau voru stödd, þreif hún utan um hálsinn á honum og kyssti hann. „Ég hafði hugsað mér að spyrja þig ráða og biðja þig um að hjálpa mér. Við þurfum að koma upp blómaskreytingar- atriði, sem á að vera nokkuð glæsilegra en bara þetta venjulega, og nú vill svo til, að ég þekki stúlku sem getur annast það betur en allar blómaskreytingakonur heimsins. Hvað segirðu um það?“ En Dóra sagði ekkert annað en: ,,ó, Jerry!“ Og stundi. Svo kyssti hún hann aftur. „Við förum með það sama til Palace ... “ „Til Palace?“ spurði Dóra og greip and- ann á lofti. „Nú, hefurðu ekki skilið það? Mér finnst þú vera eitthvað utan við þig í dag. Við þurfum að fara til Palace — því að þar á að setja upp nýja revíu sem hefur verið skrifuð fyrir Stellu Robin.“ „Stellu Robin ?“ „Já, elsku ljúfan mín — hefurðu aldrei heyrt nefnda Stellu Robin ? Þú veizt — hún með ljósa hárið ..." „Er hún ekki rauðhærð?" „Hún hefur kannski verið það einhvem- tíma, ég man það ekki. Þær eru allar svo líkar liver annarri þessar stelpur. Hún er allavega ljóshærð þessa stundina. Nú . .. hvað er að núna?“ Jerry horfði undrandi á Dóru, sem allt í einu hallaðist aftur í sætinu og hló svo að tárin láku niður vang- ana. „Stella Robin!“ sagði hún upp úr hlátr- inum. „Vesalings Rosemary! Það var þá eftir allt saman alls ekki hún! En það var auðséð, að hún hafði samt ekki alveg hreina samvizku." Hún strauk af sér tárin og dró litla, brúna flösku upp úr vasanum. „Líttu á, Jerry. Þessi litla flaska á að standa á arin- hillunni í væntanlegu heimili okkar. Með henni hef ég endurheimt hamingju mína — og reyndar var það samt alveg óþarfi!“ Jerry kyssti hana, þar sem hún hélt áfram að hlæja. En hann botnaði ekki neitt í neinu. HEIMILISB LAÐ I Ð 91

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.