Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 21
þessa kviku og- glaðlegu stelpuhnátu. Það átti líka að sýna sig, að hann tók jafnan málstað hennar, þegar í odda skarst með henni og ráðsmanninum, sem var fullkom- in andstæða Max, mjósleginn og þurra- drumbslegur. Satt að segja kunni enginn við hann á heimilinu, og þau Elísabet þoldu hvorugt annað. Ef Max hefði ekki verið til staðar, er ekki gott að segja hvernig farið hefði, þegar hún fann kannski upp á því að hleypa endum og kálfum og gæsum laus- um og hann þurfti að eltast klukkustund- um saman við þetta; einn daginn hafði hún t. d. hleypt 50 kálfum lausum, af því hún hafði svo gaman af að sjá þá stökkva. Það hefði farið illa fyrir henni daginn þann ef Max hefði ekki hjálnað henni til að smala þeim aftur saman og koma þeim undir þak, áður en ráðsmaðurinn vissi um uppátækið. Hann hafði hvað eftir annað hótað þ'ví að klaga hana fyrir þeim Óla og Soffíu, en það vildi Elísabet síður að hann gerði, því að Óli og Soffía voru svo ósköp góð við hana. En hversu ágætur sem Óli nú var, þá var það eitt, sem hann hafði stranglega bannað Elísabetu: að fara einsömul inn í fjósið. Þar var nefnilega geymt stolt bús- ins, verðlauna-naut, harla verðmæt og óút- reiknanleg skepna. Þar skammt frá var líka geymdur lítill kálfur, ljós á lit, nefnd- ur Kippa. Elísabetu fannst hann vera eitt- hvað það failegasta sem hún hafði séð af ferfætlingum um dagana; hún lét ekki hjá líða að færa honum eitthvað gómsætt í hvert sinn sem hún fékk að koma í fjósið í fylgd með Max, þegar verið var að gefa. Enginn vissi svo hitt, að hún gerði sér iðu- lega einsömul ferð út í fljós, þrátt fyrir öll boð og bönn. Svo vildi nefnilega til, að dag einn þegar hún hafði ætlað sér að lesa epli af tré sem stóð við fjósvegginn, hafði hún misst niður stórt epli og það hafði lotið að fjósveggnum. Þá hafði hún komizt að raun um, að á bakvið runna voru forn- ar dyr í fjósvegginn, og ryðgaður lykill stóð í skránni. Þær höfðu auðsjáanlega ekki verið opnaðar í mörg ár. Elísabet réði ekki við forvitnina, heldur prófaði að snúa lyklinuum; það gat hvort sem var enginn séð til hennar þarna á bak við runnann. Hún reyndi allt hvað hún gat til þess að snúa lyklinum í skránni, en það tókst ekki. Þá datt henni í hug að smyrja hann, og það var ómaksins vert, því að hún vissi, hvar smurningskassinn var geymdur. Þegar Elísabetu hafði tekizt að smyrja læsinguna, án þess að nokkur hefði kom- izt að þvi hvað hún var að baksa, fann hún sér til mikillar gleði, að lykillinn bifaðist í skránni. Hún lauk upp dyrunum og steig forvitin inn fyrir en stóð brátt hvumsa, því að þarna fyrir innan dyrnar var bás þar sem naut var geymt, — og framhjá þessu nauti varð hún að komast, ef hún ætti að geta heimsótt Kippu. Kálfurinn hafði þeg- ar komið auga á hana og þekkt hana, og togaði nú í tjóðrið til að geta komizt nær HEIMILISB LAÐ I Ð 105

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.