Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 10
Undir öllum kring-umstæðum myndi De-
luze hafa kveikt ljósið og gefið húsráð-
endum ofur einfalda skýringu á öllu sam-
an, — hver hann væri, hvernig hann hefði
villzt hingað inn. En nú var hann einu
sinni ekki alveg allsgáður — og það hafði
gripið hann ótti.
Hann kveikti ljósið aftur, til að svipast
um eftir stað þar sem hann gæti falið sig.
Augu hans námu staðar við skápinn stóra.
Hann opnaði hann í skyndingu — hann
var galtómur. Þá slökkti skáldið ljósið,
kom sér fyrir í skápnum og lokaði á eftir
sér.
Nú heyrði hann, að einhver kom inn í
stofuna, og hjartað hamaðist í barmi hans.
Það voru auðheyrilega tvær persónur.
,,Við skuluð reyna aftur,“ sagði karl-
mannsrödd.
„Það er vonlaust,“ sagði þreytuleg kven-
mannsrödd. „Fullkomlega vonlaust. Ég af-
ber þetta ekki lengur.“
„Tómt tal,“ sagði maðurinn hranalega,
og eftir andartaksþögn hélt hann áfram:
„Sú var tíðin, Yvonne, að þú barst traust
til mín. Sú tíð, að við hétum því að segja
hvort öðru sannleikann. Minnistu þess,
Yvonne?“
„Já, Maurice," svaraði Yvonne hljóm-
lausri röddu. „En það er langt síðan . . .
svo langt, að við erum bæði búin að gleyma
því.“
„Eg hef engu gleymt,“ sagði Maurice.
„Og ég vil engu gleyma. Það verður að
vera einhver fastur punktur í tilverunni
— eitthvað, sem maður getur sett traust
sitt á.“
„Það er það kannski,“ sagði hún.
„Fólk verður að standa við loforð sín,“
hélt Maurice áfram og rödd hans varð aftur
ákveðin. „Manstu það, að við hétum hvort
öðru að deyja fremur en að svíkja ást
okkar? Nú er ást þín dauð og búin að vera,
en við bæði — við lifum. Ég hef ekkert
svikið. Ég elska þig, og alveg jafn tak-
markalaust og ég gerði þann dag sem þú
varðst mín. Þú elskar mig ekki . . .“
„Það ákveður enginn, hvera hann elsk-
ar eða hversu lengi ástin varir,“ greip
Yvonne fram í fyrir honum.
„En maður ákveður þó sjálfur hvort
maður vill vera heiðarlegur, eða hvort mað-
ur vill lifa í blekkingu og ósannindum,“
sagði Maurice. „Þú virðist hafa kosið það
síðarnefnda.
Nú varð löng þögn. Skáldið í skápnum
heyrði hvert einasta orð af samtalinu. Hon-
um var ljóst,.að þama var hann óviljandi
orðinn áheyrandi að uppgjöri milli hjóna
— og hann varð allur að eyrum. Eins og
á stóð, hugleiddi hann ekki hið minnsta,
hvernig hann ætti að komast aftur út úr
húsinu.
„Já, ég er ástfangin af öðrum,“ sagði
Yvonne.
„Við hétum hvort öðru trúfestu,“ sagði
Maurice. „En þú hefur leynt mig því, að
um annan mann væri að ræða, sem þú elsk-
aðir. Ég viðurkenni það, Yvonne, að mað-
ur ræður ekki við ástina. En maður á.að
standa við það sem maður hefur lofað.
Hvers vegna hefurðu þá ekki sagt mér
þetta ?“
„Ég var hrædd,“ svaraði Yvonne eymd-
arlega. „Þú ei*t svo skapbráður/
„Hver er hann þessi maður?“ spurði
eiginmaðurinn.
„Það skiptir ekki máli, hvað hann heit-
ir; þú þekkir hann ekki,“ flýtti Yvonne sér
að svara. „En þú krefst heiðarleika af mér
. . . gott og vel, ég viðurkenni, að ég elska
hann. Ég gæti gengið í dauðann fyrir
hann.“
„Það gaztu líka mín vegna — einu
sinni,“ gegndi Maurice bitur. „Við sórum,
að við skyldum heldur deyja en að bregð-
ast hvort öðru. En hvort okkar hefur svo
brugðizt?"
Nú kvað við skerandi óp kvenmannsins.
„Maurice, — þú gerir þetta ekki!“
94
HEIMILISB LAÐ I Ð