Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 2
AFTURELDING Hve dýrðleg er miðsumars morgunstund, er minnast í ylgeislum vogar og .sund við iðgrænar eyjar og tanga. Allt morar af lífi á landi og sjó — því létt er af svefnguðsins draumheima ró, — og lifa að eilífu langar. Þar hafmærin gullokkuð hvílir á strönd og hugfangin skoðar in sólroðnu lönd og ilmloftið tárhreina teigar. hún laðast og seiðist við lækjanna hreim, — sem líða í víði úr fjallanna geim, — og leiftrandi ljósguðsins veigar. En aftur hún hverfur í hafdjúpsins ál, því hafinu tengdur er líkami og sál, við kóralla’ og kristalla sali. Úr augunum sorgblandin ánægja skín, hún elskar samt þúsundfalt heimkynni sín. En ég kýs mér ættlandsins dali. Á döggvotar hlíðar sem demanta skín og djásn þau hin fögru á ættjörðin mín, er stendur í blikandi blóma. Nú skuggunum fækkar und hlíðum og hól, er hækkar á loftinu morgunsins sól í hásumars heiðríkju ljóma. Lárus Sigurjónsson.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.