Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 16
teppum, auk annars útbúnaðar. Milrane og Walter voru auk þess með axir, og Svisslendingurinn með stóra reipishönk. Margaret bar að vísu ekki annað en göngu- prik sitt, auk kíkisins í leðurhylki, sem hún lét hanga um öxl sér. Við fyrsta stanz í gjánni gátu þau séð í kíkinum, að maðurinn á klettasnösinni, sem hafði veifað til þeirra, hafði nú skipt um stellingu; hann var auðsjáanlega lifs, en hafði lagzt út af í snjóinn. Þau hröð- uðu för sinni hvað þau máttu. En strax við næsta áfanga urðu þau fyrir hindrun, og það alvarlegri en þau höfðu búizt við. Samt unnu þau sér engrar hvíldar, en héldu ferð sinni áfram, eyddu engum tíma í óþarfa hjal. Margaret óskaði hvorki eftir því að tala eða hugsa; kannski færi hún að efast um getu sína til að ná takmarkinu, ef hún færi að hugleiða það of mikið. Hún hafði innst inni komizt að vissri niðurstöðu, sem hún vildi ekki þurfa að hugleiða og reyndi allt hvað hún gat til að leiða ekki hugann að frekar. Sú niðurstaða var, að Walter hafði í rauninni alls ekki viljað leggja á sig þessa för. Ef hún hefði ekki verið í lest- inni og viljað stöðva hana, hefði hún lians vegna keyrt áfram eins og ekkei*t væri. Hann, Walter Bateman, verkfræðingur, sem fyrir örfáum árum hafði fengið heið- urspening fyrir að leggja líf sitt í hættu til að bjarga tug manna við námuslys! Frá þeim tíma hafði hún litið til hans sem hetju. En hvernig átti hún þá að út- skýra þetta? Það hlaut að vera eitthvað, sem hún hafði ekki gert ráð fyrir. Og þó! Jafnvel áður en sú stund rann upp, að mennirnir hröpuðu, hafði hann ekki að öllu leyti verið eins og hann átti að sér að vera. Þar sem þau nú námu staðar til að hvíla sig andartak við snjólínuna, skiptust þau aðeins á fáeinum orðum um sjálfa fjall- gönguna. Hún velti fynr sér, hvort hún hefði látið blekkjast af bamslegri hrifn- ingu sinni og þess vegna orðið ástfangin af honum; hvort hann hefði kannski í raun- inni aldrei verið nein hetja, þegar allt kom til alls. „Erum \dð til?“ spurði Milrane. Þau lögðu á brattann. Áður en klukkan var átta höfðu þau komizt að jöklinum og fetuðu nú í spor, sem mennimir höfðu áð- ur hoggið í hann á uppgöngunni um morg- uninn. Smám saman varð æ kaldara þama í skuggahlíðum fjallsins, loftið var þunnt og nístandi, og það olli mikilli áreynslu á lungun. Skyndilega hóf lóðréttur kletta- veggurinn sig fyrir framan þau, röskir tvö hundruð nær lóðréttir metrar upp að hjall- anum þar sem mennirnir lágu. Svo brattur var hann, að Margaret gat alls ekki séð til mannanna, þegar hún leit upp. Það var eins og þetta þverhnýpi næði alla leið til himins. Hún leit við. Mennirnir voru að leggja teppi sín og pinkla frá sér, og nú sá hún hvar Svisslendingurinn var tekinn að útbúa lykkjur á reipið — og gerði auðsjáanlega ekki ráð fyrir nema þremur mönnum til uppstigningarinnar. Þeir höfðu örugglega ekki í hyggju að láta hana taka þátt í lokaáfanga fararinnar og þeim hættulegasta. Hún gerði sér einnig grein fyrir því, að árangurslaust væri fyr- ir sig að mótmæla því, tók prímusinn og ketilinn og fór að búa sig undir að hita te. „Halló!“ hrópaði Milrane upp mótfjalls- þilinu. „Halló! Halló!“ Hann fékk ekkert svar. annað en berg- málið, en Gampel tók þá fram marghleyp- una sína og hleypti af; en það kom ekkert svar. „Kannski er hann dáinn,“ sagði Gam- pel og leit spurnaraugum á þau hin. Hann virtist reiðubúinn að hætta við allt saman. Það var stutt en afdrifarík þögn. Menn- irnir litu hver á annan. Það var Walter, sem varð fyrstur til að taka til máls. „Líklega er hann meðvitundarlaus. Ef 10.0 HEIMILISB LAÐ I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.