Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 9
„t}ha!“ stundi unga stúlkan. „Hvað mynduð þér gera?“ „Sennilega hvetja hann til að hleypa af,“ svaraði Jean Deluze. „Kæmist maður lífs af, hefði maður þó séð í augun á manni með sterkar tilfinningar. — Nú, ef maður dræpist, þá hvað? Þá væru það óneitan- lega nokkuð tilkomumikil endalok. Yfir- leitt botna ég ekkert í þessari hræðslu við dauðann, sem flestir þjást svo mikið af. Dauðinn er hið eina stóra og óþekkta í þessari leiðinlegu tilveru. Dauðinn er hið mikla ævintýri ..." Og áfram hélt hann að tala um dauð- ann, og um þau örlög sem biðu manns handan landamæranna miklu. Hann tal- aði í æsing um leið og hann útmálaði það að sennilega væri dauðinn eina tækifærið til að lenda í einhverju spennandi í allri tilverunni. Að vísu ekki þessi hægfara og kvalafulli dauði, heldur hin snöggu og óvæntu endalok, þar sem tjaldið væri skyndilega látið falla i skopleik lífsins — sem alveg eins mætti taka sem svo, að þá væri það dregið upp fyrir næsta þætti, sem væri ennþá stórfenglegri sjónleikur. „Ó, hvað þér eruS andríkur," sagði borð- daman. „Hvað það hlýtur að vera merki- legt að geta litið þannig á lífið. Ég vil svo ógjarnan deyja. Ég kæri mig hreint ekkert um að vita hvað er hinum megin. Ég er ósköp ánægð með þetta leiðinlega jarðlíf. En samt hafið þér vakið áhuga minn svo óstjórnlega." Jean Deluze var harla ánægður með sjálfan sig, þegar hann ók heim á leið úr veizlunni. Hann hafði flutt snjalla ræðu, svo sannarlega verið í essinu sínu andlega. Hann hafði slegið um sig með fyndnum og mótsagnakenndum tilsvörum, hann hafði gert lukku. Og raunverulega meinti hann allt sem hann hafði sagt. Hann var dauð- leiður á hinni öruggu og áhyggjulausu til- veru sinni, á frægð sinni, á öllu. Jean Deluze bjó fyrir utan bæinn, en þetta kvöld ætlaði hann að fá að gista hjá vini sínum. Honum féll miður að þurfa að gista á hótelum, og þess vegna hafði einn vina hans jafnan reiðubúið herbergi handa honum, þar sem hann gat hafzt við þegar hann var á ferð í bænum. Þetta var reyndar í úthverfi, þar sem hver gat- an er annarri lík og raðhúsin svo til alveg eins. Vagninn nam nú staðar fyrir utan húsið, og Deluze dró fram lyklana. Þegar hann hafði stungið lyklinum í skrána, sá hann að dyrnar féllu ekki að stöfum. Einhver hlaut að hafa gleymt að loka þeim á eftir sér. Hann gekk inn í ganginn, tók af sér frakkann, hengdi hann upp og gekk upp stigann upp til herbergis síns. Hann fór mjög hljóðlega til að vekja ekki vin sinn, en þegar hann hafði kveikt ljósið í herberginu, greip hann andann á lofti af undrun. Hér var búið að breyta öllu frá því síðast. Þetta var ekki lengur svefnherbergi, heldur stofa með hæginda- stólum, fyrirferðarmiklum gamaldags stofuskáp og stóru skrifborði. Fari það og veri — vagnstjórinn hefur sett mig úr við bandvitlaust hús, hugs- aði hann gramur. Ég hef ráðizt inn til ókunnugs fólks. öll húsin eru svo sem eins, og því miður stóðu dyrnar opnar, svo ég fékk aldrei tækifæri til að prófa lykilinn. Ég hefði átt að vera svo skynsamur að líta á nafnið á dyrunum. En sem betur fer virðast húsráðendur gengnir til náða. Ég læðist bara út aftur. Hann slökkti ljósið og ætlaði að opna dyrnar til að laumast niður stigann, þegar hann heyrði mannamál. Það var einhver að koma upp, og nú varð leikritaskáldinu ekki alveg um sel. Ef einhver kæmi að hon- um hér, gat hann átt það á hættu, að hann væri álitinn innbrotsþjófur. Þá yrði lög- reglan kvödd á vettvang og úr þessu gæti beinlínis orðið opinbert hneyksli. HEIMILISBLAÐIÐ 93

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.