Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 5
Daginn eftir var það Dóra sjálf, sem færði ungfrú Marston orkídeuvöndinn frá Hayes lávarði. Þjónustustúlkan vildi veita honum viðtöku, en Dóra sagðist ákveðin vera með einka-skilaboð, og andartaki síð- ar var hún stödd í viðhafnarmiklu svefn- herbergi leikkonunnar. Ungfrú Marston var ekki stigin úr rekkju. Hún lá þarna í tvíbreiðu rókokkó-rúmi umvafin silki og knipplingum, og það var engu líkara en hún væri bæði þreytt og tekin að eldast. Hún benti Dóru að koma nær og spurði með hljómlausri röddu: „Jæja, hverskonar skilaboð eruð þér með til mín? Er það nú grænu orkídeumar enn einu sinni. Eg er þó sannarlega orðin leið og þreytt á þess- um eilífa sama lit.“ Dóra svaraði ekki alveg strax. Hún svip- aðist um í þessu margbreytilega og ríku- lega skrauti af rauðu, hvítu og gullnu, og hún fann reiðina blossa upp í sér. Morg- unverðarbakkinn, knipplinganáttfötin, silfurborðbúnaðurinn á bakkanum, höfug- ur ilmvatnsdaunninn — allt þetta gerði hana grama í geði. Hún hafði ákveðið að koma fram af rósemi og yfirlæti. En hvers vegna gat þessi hálfgamla, siðspillta og dekraða kvenpersóna ekki látið hann Jerry hennar í friði? Hún þarfnaðist hans alls ekki, nema sem leikfangs — hún sem gat vaðið í lávörðum, orkídeum og skartgrip- um! „Svona, svarið mér, manneskja, og hætt- ið að standa þama eins og þvara!" hélt frú Marston áfram óþolinmóð. Dóra kastaði frá sér léttri blómakörf- unni yfir herbergið þvert. Svo kreppti hún fingurna af löngun til að klóra þeim í vel- snyrt og ljóst hárið á leikkonunni og reyta það af henni. „Nei!“ svaraði hún lágum og hásum rómi. „Það eru hvorki grænar orkídeur eða öðruvísi litlar sem ég vil tala um við yður. En ég vil fá hann Jerry.“ Rosemary Marston reis nú upp til fulls í rúminu, meira en lítið undrandi. Hún teygði sig í áttina að klukkustrengnum, en sterkleg og útitekin hönd Dóru stöðv- aði hana. „Ég vil fá hann Jerry!“ endurtók hún. „Hann er minn, og þér skuluð ekki ímynda yður, að ég láti taka hann frá mér.“ Leikkonan rak upp hlátur um leið og hún reyndi að losa handlegg sinn, en Dóra herti takið svo að ungfrúin kveinkaði sér. „Hvað ímyndið þér yður eiginlega?" sagði hún að lokum og greip andann á lofti. Dóra þurfti að beita sig hörðu, þegar hún svaraði, harla róleg: „Ég er með sjálf- blekung og pappír hér í veskinu mínu. Þér skrifið bréf til Jerry, nú, á stað og stundu. Ég veit eins vel og þér sjálf, að það er Hayes lávarður sem þér viljið fá. Það er ég sem útbý þær frá honum til yðar á hverjum degi. Þér hafið Jerry að- eins að leiksoppi — og þér skuluð láta hann í friði, heyrið þér það?“ Aftur teygði Rosemary Marston höndina í áttina að klukkustrengnum, en Dóra reyndist vera sterkari; hún greip svo þétt- ingsfast um handlegg konunnar og vatt svo rækilega upp á hann, að það var engu líkara en hún ætlaði sér að snúa hann úr liði. „Ef þér hreyfið yður eða gerið til- raun til að æpa ..." hvæsti hún. Leikkonan reyndi að grípa til háðsins. „Þá hvað?“ spurði hún yfirlætisfull. Dóra þreif litla brúnleita flösku upp úr vasanum. „Þá kasta ég þessu hér framan í yður. Og þá standið þér ekki á leiksviði framar sem fögur kona. — Þetta er vítríol — já, vítríol, heyrið þér hvað ég er að segja?“ Sú í rúminu var föl sem nár og nötraði af hræðslu. „Þér leyfið yður ekki að . . . “ hvíslaði hún. „Ojú, það geri ég! Haldið þér ekki að mér sé sama, ef ég glata Jerry?“ „Þér eruð brjáluð!" „Já, gerið svo vel að kalla mig brjálaða. MlIMILISB LAÐ I ö 89

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.