Í uppnámi - 24.12.1902, Blaðsíða 3

Í uppnámi - 24.12.1902, Blaðsíða 3
Voltaire og skáktaflið.1 Árið 1763 var Jesúíta-reglan afnumin á Frakklandi og reglu- bræður reknir úr landi; leituðu margir þeirra hælis bjá Voltaiee í Ferney. Hið mikla umburðarlyndi hans og samkenndarþel með öllum þeim, er ofsóttir voru, var alkunnugt einnig meðal þeirra, sem annars vildu helst sem minnst hafa saman við þessa andans hetju að sælda. Flóttamönnum, sem settu traust sitt til hans, brást hann sjaldan. Margir fengu peningahjálp frá honum; götu sumra greiddi liann með meðmælingarbréfum; suma hafði hann heima hjá sér svo lengi sem bæði liann og þeir höfðu ánægju af dvölinni. Og það fór vel um þá svo lengi sem þeir gátu sætt sig við dutlunga, háð og skop verndara síns. Einn af hinum merkari þessara manna, er Voltaike drottnaði ytir bæði með fyndni sinni og góðsemi, var Faðir Adam. Hann var maður vel gefinn en þolinmóður eins og lamb, og var mjög vel lagaður fyrir skák. Og það var þess vegna, að hann dvaldi hjá Voltaire í Ferney ekki skemur en 13 ár. Hinn 12. febrúar 1764, þegar Faðir Adam hafði verið í Ferney í mánuð, reit Voltaire vini sínum de Sade ábóta á þessa leið: — “Eg hef gleymt að segja yður frá því, að við höfum hérna Jesúíta, sem les messu fyrir okkur; hann er Gyðingur, sem var á leiðinni í hina babylónsku útlegð, er eg tók hann; hann gjörir engum manni mein, hann teflir ágætlega skák og les messu sína afbragðsvel; í stuttu máli, hann er Jesúíti, sem heimspekingur getur vel komizt út af við.” Af þeim upplýsingum, sem við höfum um taflmennsku Voltaire’s fyrir þenna tíma, getum vér ráðið það, að hinn mikli spekingur hefur ávallt haft mikið yndi af skáktafli, meira að segja verið ákaflega lineigður fyrir það. Á unga aldri hafði liann teflt við Mauteou kanslara,2 sem eins og liann sjálfur kemst að orði “mátaði liann með fullum rétti.” Menn skyldu ætla af þessum orðum, að Voltaire hafi haft þann sið af kurteisi og virðingu að leyfa mótleikandanum að vinna. 1 Grein pessi birtist fyrir mörgum árum í pýzka vikublaðinu “Illustrirte Zeitung”, en hefur nú á ný vakið athygli manna og verið tekiu upp í ýms skáktímarit. Ver æt.lum, að húu muni vera rituð uppliaflega af dr. Kœkting. 2 Hér er auðvitað átt, við Maupeou hinn eldri kanslara (Renú Chari.es df. M., 1(188—1775), en ekki við son lians, sem einnig var kanslari (Rhní: Nicoi.as Ciiari.es Auoiistin de M., 1714—1792). 6

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.