Í uppnámi - 24.12.1902, Blaðsíða 4

Í uppnámi - 24.12.1902, Blaðsíða 4
62 En venjulega var það þó ekki siður skáldsins. Dr. Matii í Leyden, einn með lærðari á mönnum sínum tíma, minntist á efstu árum sínum þeirra skákhilda, sem hann þá fyrir mörgum áratugum hafði háð við Voltaike í ættborg sinni; hann minntist þess, hve hinn ungi, skapbráði maður með stífni sinni og stygglyndi liefði gjört honum erfiðar sigurvinningarnar. Mörgum árum síðar stóð svo á, að VöL- taike var neyddur til að ala aldur sinn lengi í hinu eyðilega þorpi Suttenbach uppi í Vogesafjöllum skammt frá Kolmar; varð hann þá mjög glaður, ef hann komst í kynni við einhvern mann, liversu ómerkur sem hann annars var, einungis eí' liann gat nokkurn veginn tefit skák. En beztur og snarpastur allra mótstöðumanna Voltaire’s á skákborðinu var Faðir Adam, og játaði Voltaire, að hann væri meistari sinn á því sviði, en gat þó varla dulið gremju sína yfir því. Hann skrifaði til Saranguais: — “Eg hef ekki lagt eins mikla stund á neitt eins og skáktafi, eg elska það og legg mig allan fram til þess að vinna og þó mátar Faðir Adam, asninn sá, mig miskunarlaust livað eptir annað. Allt hefur sín takmörk! Hvers vegna er Faðir Adam fyrir mér fremsti maður í heimi — í skák? Hvers vegna er eg gagnvart honum lakasti taflmaður? Allt hefur sín takmörk! Trúið mér, það er sú vísa, sem vér fáum eigi of opt kveðið.” Þannig mælir heim- spekingurinn með gremju, sem er ekkert síður en heimspekileg. Condorcet, liinn alþekkti æfisöguritari Voltaire’s, segir, að lærisveinn Loyola’s hafi séð það, að nauðsynlegt var að hliðra til við liúsráðanda; smámsaman hafi liann því unnið bug á síngirni sinni og sjálfviljugur látið máta sig, þegar hann sá, nð hinir of tíðu sigrar sínir íéstu reiði mótleikandans. La Harpe1 fullyrðir hið gagnstæða, Jesúítinn hafi aldrei látið undan. “Það hefði að vísu verið sennilegt,” segir hann, “en satt er það ekki, að hann hafi gjört það, það veit eg með vissu. Eg hef séð þá tefla á hverjum degi í heilt ár; og það var svo langt frá því, að Faðir Adam sýndi nokkra tilhliðrunarsemi, þó annars væri hann eptirlátsemin sjálf, að eg get fullvissað um, að hann varð opt ergilegur, þegar tafl lians stóð ver, og kom aldrei til hugar að tapa af ásettu ráði. Hins vegar hef eg heldur aldrei séð, að Voltaire yrði reiður yfir skáktafli, og hef eg þó opt teflt við hann. Hann var meira að segja í góðu skapi, er hann tefldi, og þegar tafl hans stóð illa, beitti hann venjulega því bragði, að hann fór að segja ginhverja skrítlu eða smásögu til þess að draga athygli mótleikandans frá taflinu. Hann unni mjög skáktafli og iðkaði það opt sér til dægrastyttingar. Tíminn var honum dýrmætur, því að hann kunni manna, bezt að 1 Jean Franeoise 1)E i.a Harre (f. í Paris 20. nóvbv. 1789, d. 11. febr. 1803) vsir Jiekktur franskur rit.höfundur og kritíkus.

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.