Í uppnámi - 24.12.1902, Blaðsíða 5
63
nota liann. ‘Að verja tveim tímum í það að færa þessar litlu
trémyndir!’ sagði liann einu sinni, ‘á þeim tíma hefði eg getað skrifað
heilt atriði í sjónleild’”
Þótt La Harpe þykist ekki vita neitt af bráðlyndi Voltaire’s \ið
taflborðið að segja, höfnm ver þó enga ástæðu til að efast um þann
breyskleika hans. Ef til viil hefur Voltaire stillt sig, þegar La Harpj;
var viðstaddur, en einkum befur hann víst liaft stjórn á sjálfum ser,
þegar hann tefldi við liann, því lianti bar virðingu fyrir hinum mikla
gáfumanni og mannþekkjara. Onnur vitni segja okkur sem sé æ
ofan í æ, hve merkilega Voltaire hafi getað orðið gramur, þegar
liann var kominn í kröggur eða sá að mát vofði yflr. Þannig segir
Galieni ábóti frá því, hvernig Voltaire liegðaði sér, þegar hann
var að því kominn að tapa. Hann tók skákmennina skyndilega og
kastaði þeim í hið hrokkna parruk liins sigursæla Föður Ajjam’s, er
sá sér því þann kostinn beztan að leggja á flótta. Þó komst það
sjaldan svo langt. Voltaire hafói sem sé þann vana að raula látt
fyrir munni sér: “tourlontonton!” áður hann lét reiði sína koma fram.
f*á vissi Faðir Adam hvaðan á sig stóð veðrið, kastaði mönnunum
um koll og skauzt burt. Oðru ráði beitti líka hinn slungni Jesúíti til
þess að komast hjá reiði Voltaire’s; undir eins og hann lieyrði hið
fyrsta “tourlontonton”, lézt hann fá yfirlið og lá sem meðvitundarlaus
þar til Voltaire var runnin reiðin; hann varð opt órór yfir því, hve
Jesúítinn lá lengi í rotinu og kallaði til hans: “Adam, ubi es?” Þá
fóru smámsaman að sjást lífsmörk með Föður Adam, hann reis upp
og tók aó setja upp mennina til þess að byrja nýtt tafl og lét eins
og ekkert hefði í skorizt.
f’etta er nálega allt, sem vér getum sagt um Voltaire og
afstöðu hans til liins göfgasta spils, sem mannsandinn hefur fundið
upp. Það má vera að sumum finnist ekki mikið til um það, en það
er þó trúlegt. Ef til vill sýnir það nýjan og lifandi drátt í sálarmynd
Voltaire’s, sem hver menntaður maður hefur ósjálfrátt skapað sér. -—
Það er sagt, að skaplyndi barna komi bezt fram við leika, og hvers
vegna skyldi elcki skap fullorðinna gjöra það líka? En það mun
efalaust vera hverjum skákvin gleðiefni að heyra, að Voltaire, einn
af hinum mestu andans stórmennum, hafði yndi af að sökkva sér
niður í þrautir biessaðrar skáldistarinnar og að þessi tilhneiging var
svo sterk hjá honum, aó liann í fullri alvöru gat sagt, að hann
hefði varið flestum stundum æfl sinnar í það að tefla skák!
6