Heimir - 15.07.1904, Blaðsíða 9

Heimir - 15.07.1904, Blaðsíða 9
Ii E I M I R 5 HE IMIR. Flestar hinar eldri og merkari sagnir vorar hafa viö söguleg ■ök aö stj'öjast. þær eru annaö hvort ótvíræöileg írásaga oröins hlutar, er segja frá öllu eins og það gekk til, eöa þær tengja hina ytri atburði sögunnar innra dómsoröi og tilfinning- um, er eftir á hafa skapast hjá þjóöinni sjálfri út af atvikum þeim, er sagan greinir frá. þannig, um leiö og þær eru saga, eru þær og sálarlýsing þjóöarinnar á því tímabili, er þær eru skrifaðar ú. Um leiö og þær skýra frá bardögum og mannfalli, þá segja þær og frá sálarstríði og f a 11 i manna frá þeim hug.- sjónum, er þeir eitt sinn elskuöu og eru ekki enn þá hættir aö sakna. Oftast á þetta sér þó stað í smásögum þeim, sem fiéttaðar eru inn í aöal söguþráöinn. Þar er eins og sagnaritarinn lyfti tjaldinu um stund, og sýni inn í hinn andlega heim þjóöarinnar, hvað þar sé að gjörast, hverju þar sé fagnað, hvers saknað og þráð, þess er umliöið er. Þar sér maöur þjóðina hugsandi og dreymandi til hálfs um ^sína eigin sekt, eins og maður sér hana starfandi blint og hugsunarlaust í aöal-frásögunni. Þar er og dómsorðiö kveöið upp og — en Jjar í er fólginn sorgarleikurinn sjálfur— þar er dóminum fullnægt. Aö þetta sé innihald og tildrög sumra þessara sagna er eöli- legt. A því tímabili, er þær eru sagöar, er nógu langur tími liö- inn til þess hægt væri að bera saman liðna og yfirstandandi tíö, og meta ávinning þann, er hlotnast hafði meö skiftunum. Enda skilja menn umliðna hluti bezt eftir á, þegar fram líða stundir. Meöan bardagamóöurinn er svo mikill, aö menn gæta hvorki hófs né handa, gæta ekki þótt þeir berjist móti sinni eig- in gæfu og yfirgefi forna frægð og heil!. Meöan tvær hliöar sækja jafn djarft eftir sigrinum, er ekki hugsaö til eftirkastanna. Þaö er eftir á, aö menn fara að skilja. Það er eftir á, þegar hefndarverkin eru unnin, aö menn fara aö sakna þess, er áöur var, en nú er á brott— liðið á brott eins og dagurinn í gær eöa sem næturvaka.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.