Heimir - 15.07.1904, Blaðsíða 14

Heimir - 15.07.1904, Blaðsíða 14
IO H E I M I R spámenn frelsa og gjör rneðtækilega fyrir himnanna dýrðT Jesú ástvinur rnanna." Er þessu var lokiö, dró hann djúpt andann, signdi sig, laut til jarðar, og gjörðu allir slíkt hiö sama — umsjónarmaðurinn, dýflissuverðirnir, bandingjarnir, en að ofan frá, þar sem band- ingjarnir stóðu, barst nú hlekkjahljóöið enn skýrara en áður, meðan á þögninni stóð. En því næst byrjaði hann aftur. „Englanna skapari og máttarins drottinn. Jesú dásamlegasti, englanna undur. Jesú voldugasti, forfeðra vorra endurlausnari. Jesú ljúfasti, Patríarkanna vegsemd. Jesú dýrðlegasti, konunganna megin. Jesú bezti, spámannanna fullkomnun. Jesú undursamlegasti, píslarvottanna styrkur. Jesú lítillátasti, munkanna unaður. Jesú miskunsamasti, prestanna ljúfur. Jesú gjafmildasti, föstunnar líknari. Jesú allra Ijúfasti, réttlátra gleði. Jcsú hreinlífasti, einlífismanna skírlífi. Jesú fyrir allar aldir syndaranna frelsari. Jesú, sonur guðs, miskuna þú mér." í hvert skifti og hann endurtók oröiö „Jesú" varð rómur hans enn skrækhljóðaðri en áður. Loksins lauk hann við, og í því tók hann í skóklæði silkikuflsins, er hann var í, færði hann undir hönd sér, féll á annað hnéð, grúfði sig til jarðar, og byrj- aði þá kórinn að syngja, og endurtók upp aftur og aftur orðin „Jesú, miskuna þú mér." Bandingjarnir ýmist féllu fram eða risu á fætur, hristu hárstrýið, er eftir var óskorið á höfðum þeirra, aítur af enninu, og hringluöu í hlekkjunum, er skáru og mörðu ökla þeirra, horaða og máttvana. Þessu fór fram um hríð. Fyrst var byrjað á „Lofgjörðinni", er enti á orðunum „miskuna þú mér", og svo tók við annar lofsöngur, er enti á „Hallelúja", og bandingjarnir krossuðu fyrir sér, bændu sig og krupu niður, fyrst við hverja setningu, þar næst við aðra hvora

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.