Heimir - 15.07.1904, Blaðsíða 17
H E I M I R
13
greiddi reiöilega. Þess vegna var þaö líka hans stærsta unun,
aö hrópa „Miskuna þú, miskuna þú" o. s. fr., þegar að því kotn
Og með þeim sörnu rólegheitum og trúraaöartrausti, og þegar
tmenn eru aö selja kartöflur, blóm eða brenni, las hann og sagöi
alt, er honum var fyrirskipað.
Umsjónarmaðurinn og dýflissuverðirnir, þótt þeir hefði al-
•drei skiliö þýöingu „dogmanna" eða þess, er fram fór í kyrkj-
unni, né lagt sig fram um að rífa sundur ritningarnar, trúðu því,
aö þeir væru skyldugir að trúa, sérstaklega vegna þess að hin
æðri yfirvöld og keisarinn sjálfur tryði. Þar að auk fannst þeim
(þótt ekki væri þeir menn til að gjöra grein fyrir á hvern hátt),
eins og þessi kyrkjulegi siður réttlætti fyrir heiminum þeirra
grimmúðga atvinnuveg. Ef trú þessi hefði ekki verið til, þá
hefði verið stórum erviðara fyrir þá, og máske alveg ómögulegt,
að verja kröftum sínum í þjónustu mannlegra hörmunga og það
með góðri samvizku.
Umsjónarmaðurinn var of hjartagóður maður til þess, að
hann hefði getað lifað við þaö styrktarlaust frá trúarinnar hálfu.
Þess vegna var það líka á meðan söngurinn um Kerúbana var
sunginn, aö hann stóð hreyfingarlaus og með trúarauðmýkt ým-
ist hneigði höfuöið eða signdi sig. Hann reyndi sitt ítrasta til
að verða reglulega snortinn, og svo þegar börnin höfðu sakra-
mentast, greip hann eitt þeirra ífangsér og hóf það upp frammi
fyrir prestinum.
Meiri hluti bandingjanna trúði því, að gullnu líkneskjunum,
skrúöunum, kertunum, staupunum, krossunum og þessum ó-
skiljanlegu orðurn „Jesú ljúfasti...." og „miskuna þú.." fylgdi
einhver dularfullur kraftur — kraftur, sem gæti látið manni
hlotnast margvísleg þægindi bæði þessa heims og annars.
Að eins fáeinir sáu berlega svik þau og svívirðu, er framin
var gagnvart fólki því, er virkilega hafði þessa trú. Og í hjarta
sínu hæddu þeir allann þann skrípaleik. Því múgurinn, er reynt
haföi upp aítur og aftur að ná öllum þeim gæðum, er fáanleg
eiga að vera, bæði með bænagjörðum, sálumessum og brennandi
blysum, en engin þeirra hlotið (bænum þeirra veriö ósvarað),
var alveg sannfærður um það, að það væri að eins einhverjum
óhöppum að kenna, að þeim hefði ekki lukkast það betur, og að