Heimir - 15.07.1904, Blaðsíða 18
f4
HEIMLE
þessi heilaga stofnun, er bæ5i væri erkibiskupunum og ]jeiin há-
skólagengnu svo velþóknanleg, væri í eöli sínu ómissandi og fyr-
ir öllu, þó ekki fyrir þetta líf, þá að minnsta kosti fyrir hið
tilkomanda.
Þýðing sú, er hér ler á undan, er brot úr sögunni „Upp-
risan" eftir Tolstoy greifa. Sú saga er talin stórfenglegust allra
sagna hans, og hefir hann þó rnargar ritaö, er snert hafa almenn
mál, og þaö jafnan hlutdrægnislaust, eins og' ])au hafa komiö
honurn fyrir sjónir. Enda er þaö hvaö merkilegast viö þetta
gamla mikilmenni, að hann segir aldrei öðruvísi frá. Þessvegna
hefir hann og fengiö marga óvini, því þaö er sjaldnast selt dýrt,
að hatast við menn og þaö fvrir litlar sakjr. En þrátt fyrir alla
hatursmenn hans og ofsóknara hefir honum aukist viröing aö
maklegleikurn, unz að nú er komiö svo, að hann einn ægir kúg-
uninni og harðstjórnarvaldinu á Rússlandi svo, að það þorir ekki
að snerta hann sínum rninnsta fingri. Hann segir þar öllum til
syndanna, háuin og lágum, og þeim fer, eins og víöa þekkist
til annarsstaöar, ])eir reyna að þegja alt fram af sér, en koma
honum í óvinsældir og fyrirlitningu. „Metropolitaninn" í Mos-
kow lagði á hann bann kyrkjunnar (þaö var unr sama leyti og
s:ra Hafsteinn fór heim), og nokkrar undirtyllur biskupsins hafa
breitt þaö út síöan, aö hann væri ekki allsgáður.
Af því vér vitum, að margir Islendingar hafa heyrt Tolstoys
getiö, og hafa þegar lesiö margt eftir hann, en hafa frek.ar gjört
sér hugmynd u:n hann sern óákveöinn og „óháöann" frelsisglain-
rara, en að hann væri sannarlegur umbótarnaöur, eins og hann
ei, þá kom oss til hugar, aö þeiin mvndi þykja garnan, aö lesa
þetta brot úr „Upprisunni", þótt þaö taki ekki breiðara vfir.
Það sýnir að minnsta kosti ]?að, aö hann álítur ekki skyldu sína,
að þegja frekar yfir því, sern ailaga fer innan kirkju en utan.
Enda viröist það eitthvað ömurleg skoöun. Hleypidómarnir og
hræsnin eiga engan meiri rétt á sér fyrir altarinu en í réttarsaln-
um. Hvortveggja eiga að vera helgir staðir, þar sern þeirn
býsnum tveim sé byggt út.
Þaö er að ætlun vorri, aö ekki tnuni ölluin geöjast aö sögu-
kafla þessum, en það sé þá huggun þeirra, aö hann er eftir Tol-
stoy og utn kyrkjuna í Rússlandi.