Heimir - 15.07.1904, Blaðsíða 10

Heimir - 15.07.1904, Blaðsíða 10
6 H E I M 1 K Þegar vígamóöurinn er rnnninn af, korna eftirþankarnir. í endurskini Jress umhöna bregöur skuggum Jress yfirstandanda enn virkilegar yfir dalinn. Þá veröa fleiri feiknstafir í landi, en áöur voru ])ar, feguröarljóminn daprari, og unaöarraddir heima- haganna breytast í bergmál frá framliöinna haugum. Skulda- dagarnir eru komnir. Þeir nefndu þá nornadóma til torna. Þá er rifjaö upp aftur hiö umliöna. Atvikin taka á sig per- sónugervi. Saga ógæfunnar er sögö í h'kingum og dæmisögum. Söknuöurinn er vafinn í lánleysishjúp afreksmannsins, en blind- nin og ástríöurnar, hylling flæröar og glisfágunar, er öllum ó- heillum olli, er falin í mannúöarleysi og launvígum níöingsins. Margar slíkar smásögur finnast í sögum vor íslendinga aö fornu. Sumar Jressar sögur eru sameiginlegar meö oss og þeim hin- um öörum Jjjóöum, er af sama bergi eru brotnar og vér. Enda er þaö ekkert ósennilegt, aö margt hiö sama hatí á daga þeirra drifiö og vora, ])ví margt er líkt meö skyldum. Þær hafa háö hiö sama stríö og vér, og þaö Iöngu á undan oss. Þær hafa hins sama aö minnast, frá hinu sama aö segja og hinssama aösakna. Merkilegust allra slíkra sagna er saga Heimis úr Hlymdöl- um. Þá sögu eiga allar hinar germönsku þjóöir, ])ótt hún sé fyrst færö í letur hjá oss. Hún segir svo átakanlega en þó svo fáort frá endalokunum, er hin norölæga menning öghiu suöræna siðfágun áttust viö. Og í þessum fáu oröum kveöur viö undir- tónn, er segir þúsundfalt ineira en nokkur orö fá lýst— deyjandi strengjahljóö horfmnar gleöi, sem er óöum aö fjarlægjast út í geiminn. Sem ungmenni, er „veita.. . .at margr verÖr af öörum api", komu hinar norölenzku Jijóöir fram úr mörkinni og horföu ofan vfir bin blómlegu Suöurlönd, heillaöur af töfrablæ þeim og alls- nægtum munaöar og sælu, er þar virtist ríkja yfir öllu. Byrjar þá stríöiö milli hinna norrænu mannkosta og hinnar suörænu siö- fágunar—stríöiö, er endar meö evöileggingu hvorstveggja. Rínareldurinn er sóttur og fluttur heim, en bein hinna eldri kynslóöa eftirskilin hvítna ofanjaröar í geislum suðrænnar sólar sunnan liinna himifignæfandi Mundíu-fjalla. En meö gullinu, sem heim er flutt, korna nýir siöir.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.