Heimir - 24.12.1904, Síða 4

Heimir - 24.12.1904, Síða 4
H E I M I R TIÖ arnir eru búnir. En til hvers skollans er að tala við þig, Kosvizk því þú ert sljór og getur ekkert heyrt." Að lokurn sneri ganrli múrarinn nefbroddinum í áttina þang- að sem Jens var.— „Nu~ú", sagði hann, „já, já, já," tók saman verkfærin og staulaðist niður stigann og inn í bakklefann, klæddi sig þar í lafasíðan bláan frakka, stakk svuntunni og skinnhúf- unni í bakvasann, skifti á drögunum og leðurskóm, setti upp á sköllótt höfuðið afarstóran kollháan gamlan pípuhatt, sem bar þess menjar að hafa einhvern tíma verið silkidreginn, gekk síð- an rakleitt út úr sáluhliðinu með Írakkalöfin flaksandi um hvítu léreftsbuxurnar. Þegar Jens var tilbúinn, skálmaði hann af stað og náði á hlið við Kosciuzko á þjóðveginum skammt frá kyrkjugarðinum, þar sem vatnið gæg'ðist letilega upp úr hjólsporunum í rökkrinu. „Hvar ætlarðu að eta jólamatinn, Kosvizk?" grenjaði Jens inn í eyrun á honum. -- „Það veit eg svei mér ekki", nöldraði múrar- inn, „hvar ætlar þú að eta jólamatinn, Jens?"— „Það veit eg heldur ekki."— „Já, svona gengur það til í lífinu, Jens.":— Já, fjandinn hafi mig, ef það er ekki, Kosvizk. Það er þó orð og að sönnu."—„Att þú nokkuð í jólamatinn, Jéns?"— „Nei, en eg fer inn til smásalans og spyr hann hvað ldukkan sé, og þá gefur hann mér áreiöanlega einn hjartastyrkjandi, og fáeinar sveskjur og rúsínur að auk." Jens hló að fyndninni úr sér, svo munnvik- in færðust alveg út að rauðu og þykku eyrnasneplunum.-" Hva?" sagði Kosciuzko. Málsgreinin var of löng hjá Jens tfl þess, að hann gæti náð henni, og Jens uppgafst að gjöra hana heyran- lega. Svo hrópaði hann aftur: „Ætlar þú til bæjarins?— „Já, en ætlar þú heim? -- „Já, það gjöri eg víst á endanum."— „Þú getur fylgt mér dálítið á leið."— „Það get eg reyndar.. . .þarna kemur líka hún Epla-Síza."— „Hva?"-—• „Þarna kemur líka hún Epla-Síza."— „Já, það er reyndar hún."— „Góðan daginn, Síza!" sögðu þeir báðir í einu við stutta og digra kerlingu, er kom vagandi í forinni með stóra körfu á hand- leggnum. Hún hélt sér uppi á því að sélja hveitibrauð og ávexti. „Góðan dag", svaraði hún; „það er ljóta ótuktar faérið núna. Komið þið frá vinnunni á kyrkjunni?"— „Já," sagði Jens. „En það er til lítils fyrir þig að tala við Kosvizk, því hann er sljór og

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.