Heimir - 24.12.1904, Page 11

Heimir - 24.12.1904, Page 11
H E 1 M 1R Í23 ríkin haft fyrst opinberað heiniinum mannréttindin. Með friðar- samningi þeitn, 'er batt enda á Frelsisstríðið árið 1783, eru mannréttindin viðurkennd í heiminum sem virkilegur sannleik- ur, og þaðan í frá hefir konungsvaldi hnignað að sama skapi. A þeim árum, er þetta gjörðist, fæddist Dr. Channing. Fyr- ir starf það, er hann leysti af hendi, var tímabiliö það ákjósan- legasta. Það voru alvöru tímar, og þá voru hugsandi menn. Ný þjóð var að fæðast í heintinn, og med henni kotnu nýjar hugsjónir, nýtt tímabií. Því er haldið fram, að viss tímabil sé nokkurs konar hlaup- ár í framþróunar og siðmenningar áttina. Yniis konar þekking, er aldirnar hafa verið að safna og Ieiða menn að, kemur þá allt í einu í Ijós. Sannleikur, er lengi hefir verið í }x>ku, birtist tnönnurn þá sem bjartur dagur; afstaða mannheima er orðin sú, að hann hlýtur þá að koma. Og þessi tímabil framleiöa ætíð mikla og göfuga rnenn, er verða talsmenn þessara nýju hug- sjóna, og kenna sanrtíð sinni þessi nýju fagnaðarerindi. Þannig þykjast menn finna eitt þetta tímabil um það leyti, er allur hinn forni heimur var sameinaður í eitt stórveldi, og vort tímabil hefst. Þá rísa upp tveir tnenn austur í heiini og hrópa með al- mættisrödd til tnanna og segja: „Takið sinnaskiftum, guðsríki er í námd." Það eru gleðidagar frarnundan, allt ranglæti á að hverfa burt. Mönnum græðist von. Og vonin er lífsins verndar- engill, er bætir upp fyrir allan sársauka og brigö, er menn líða, skapar þeim nýjan þrótt, er erviði og þunga eru hlaðnir, svo þeir þreytast ekki að sækja fram — að vona. Jesús, timbur- smiðurinn frá Nazareth, gaf mönnum von, og ástæðu til þess að vona góðs, er allir væri börn hins sama föður, er sjálfur væri kærleikurinn. Faríseinn frá Tarsus, Páll Iærisveinn hans, flutti vonarorðin út um allan heirn, og kenndi öllum þjóðum og skírði þær "í nafni föðursins, sonarins og anda heilags". Títninn leið, menn vonuðu og lærðu margt á þann hátt, er opinberaðist þeim um hin næstu tímamót. Það gamla leið undir lok, og ný þjóð kom og sigraöi heim- inn —hin þýzk-rómverska þjóð— og aftur ríkti annar keisari. - Þá braust fratn úr Iádeyðu þögninni önnur hrópandi rödd, er hét á menn að hafa trú. „Réttlæting af trú" hrópaði bóndasonur-

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.