Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 12
Í24
H EI M I R
inn frá Eisleben yfir heiininn, og félngsbróöir hans útlagöi þaö
fyrir mönnum; ritningarnar voni þýddar á ný. Ný tunguinál
risu og boöuðn hina nýjn trú, nýjar bókmenntir, nýtt tímabil,
og lærisveinarnir fóru enn út um allan heirn og skírðu „í nafni
föðursins, sonarins og anda heilags"—en „trúin" hét Lútherska.
Menn trúðu. En reynslan safnaði til nýs tímabils. Heim-
urinn var ekki nema hálfur enn, en hinn helmingurinn fannst.
Menn yfirgáfu sína fornu guðastaði og ðuttu í fjarlægan heim.
Nýjar þjóðir mynduðust með alla þá auðlegð reynslu og þekk-
ingar, er móðurþjóðirnar höfðu eignast. Hér var trú ekki ein-
hlít, von ekki nægilég. En öll þau skilyrði, er nýr heimur get-
ur veitt, að öllum gæti vegnað vel, voru fyrir hendi. Það dróg
til sundrungar milli þess nýja og þess ganda. Það vantaði að
eins eitt, og það var kærleikurinn.
En þetta rýja tímabil kallaði fram úr djúpi mannfélagsins
mann, er talsmaður yrði þess nýja guðspjalls, nýlendusoninn
William Ellery Channing. Hann kallaði kærleika yfir heiminn,
og sá sem nú útskýröi það, þýddi ritningarnar nýju — náttúruna
og lífið—var Charles Darvvin. Heimurinn er einn, uppruni
alls lífs, allrar tilverunnar er einn, og eini einingarsáttmálinn er
kærleikurinn.
Um þessi þrjú hlaupár framþróunarinnar —von, trú, kær-
leik— er það sem siðmenningarkenningum vorum hefir skilað á-
fram. Og merkisberar einkunnarorðanna voru Kristur, Lúther
og Channing. En á undan Kristi var Sókrates, á undan Lúthcr
Huss og á undan Channing Kant með kenningu sína um „vilj-
ann til hins góða." An fyrirrennaranna og þeirra, sem á eftir
komu —merkisberanna sjálfra,— hefði öldin orðið'önnur.
Og lærisveinar þessarar nýju kenningar eru þegar komnir
út um allan heim, og kenna öllum þjóðum og skíra þær „í nafni
föðursins, sonanna og anda heilags."—föðursins: þess lífs og
frjófgunarkrafts, er í alheiminum býr,— sonanna: þess starfandi
mannlega lífs og-anda heilags: þess sanna, fagra og góða, ein-
ingar og friðar anda, er allt blessar.
Að fráskildu lífsstarfi Channings, er gekk í þágu frjálsra
skoðana, er lítið hægt um hann að segja. Hann var talsmaður
hinna nýju hugsjóna, og seinni tíminn hefir merkt hann sem