Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 13
H E I M I R
125
manninn, er fyrstur varö til þess, að gjöra þær að „lífi og sann-
leika."
Þegar hann innritaðist viö Harvard háskólann árið 1794,
voru menn farnir að átta sig, hugsa upp aftur það er þeir höfðu
sagt og gjört, því stríðið var nú afstaðið. Meðan á því stóð,
hafði verið gengið all langt út frá hinum vanalegu kenningum
kyrkjunnar. Það var prédikað á móti harðstjórn og einræði og
það sem meira var, kenningum Kalvins um gjörspilling mann-
eðlisins. Þetta leiddi af sér mikilvægar breytingar í trúarlær-
dóminum. Ef eðli mannsins var ekki gjörspillt, ef hann var fær
um að stjórna sér sjálfur í veraldlegum málum, því þá ekki í
andlegum? Ef réttlæti var til sem eilífur sannleikur í hinum
ytri lífskjörum manna, hlaut það þá ekki einnig að vera til í
hinum andlega heimi? Ef það var bindandi meðal manna, náði
það þá ekki einnig til guðs og manna? En hversu átti þá hegn-
ingin eftir dauðann að skoðast? Var hún til orðin líkt hinuin
svívirðilegum kenningum um guðlegt einkaleyfi konungsins, á
dögum þekkingarleysis og þrælsótta? Eða var nokkurt réttlæti
í henni falið? Fyrir stundar brot eilíf fordæming, saklausir líða
fyrir seka.
Enn fremur— að hve miklu leyti var ritningin óskeikull
leiðarvísir manna? Varði ekki ritningin konungsstjórnina, helg-
aði hún ekki þrælaverslunina, leyfði hún ekki líflát, voru ekki
hin grimmu hegningarlög sakamanna út úr henni dregin—f einu
orði sagt allt það, er frelsisstríðiö og mannvinir þeirra tíma
börðust á móti?
Þetta voru spursmálin, er lágu þá fyrir, og lögðu ýmsir til
þeirra mála. John Adams, sá er varð forseti hins nýja lýöveld-
is þá um það leyti, hallaðist að hinum nýju kenningum ásamt
Thomasi Pains og ótal fleirum. En afskifti þeirra voru fremur
í þá átt, að til sundrungar drægi meðal flokkanna, er stóðu hver
öðrum andvígir í þessum málum.
í ríkismálunum voru nýlendumenn önnum kafnir aö koma
þeim í horf. En til þess þjóðin fengi fastari rætur, svo lands-
lögin yrði ekki ónýtt, þurfti og að koma hinum andlegu málum
þjóðarinnar í fastara horf. Og til þess lagði Channing fram
I
K