Heimir - 24.12.1904, Blaðsíða 14
sína krafta. Arið 1798 afréð hann að leggja fyrir sig guðfræðis-
nám, og útskrifaðist hann vorið 1801 úr prestaskólanum.
Það fyrsta, sem þá lág fyrir, var að reyna að jafna sakir
milli hinna tveggja andvígu flokka, svo þeir segðu sig ekki úr
lögum hvorir við aðra.
Boston kyrkjurnar og yfir höfuð fiestar Ný-Engl. kyrkjurnar
höfðu færst yfir á hina nýrri skoðun, meðan á styrjöldinni stóð,
en nú var vöknuð hreyfing með það, að kippa öllu í hið forna
horf aftur. Þegar farið var að rannsaka ágreining þann, sem
inn var kominn, reyndist aðallega vera um eitt atriði að ræða—
þrenningarkenninguna og, það sem henni fylgdi, friðþægingu
fyrir krossdauða Jesú.
Boston kyrkjurnar voru búnar að sleppa þeirri kenningu,
og hið sama höfðu ótal fleiri kyrkjur gjört á Englandi. Þá lét og
Harvard háskólinn til sín heyra, og fylgdi hann Unitörum að
málum, en svo voru þeir nefndir, er öndverðir stóðu þrenning-
ar átrúnaðinum.
Eftir margítrekaðar tilraunir, er til einskis komu, að fá
komið á samvinnu milli beggja málsparta og tilslökun af hálfu
þeirra, er báru velferð lands og þjóðar meir fyrir brjósti en met-
orð einstakra ofstækismanna, gjörðu þrenningarkyrkjurnar sam-
tök sín á meðal að hrinda þeirn öllum úr söfnuðunum, er ekki
fengist til að játa öll hin fornu játningarrit, og flýtti það fyrir,
að við guðfræðisdeild Harvardháskólans hafði verið settur kenn-
ari, er var unitariskra skoðana— Dr. Henry Wore. Þetta var
árið 1805. En þctta sæti höfðu þrenningarmenn ætlað sér og
þar með, að ná skólanum á sitt vald.
Af þessu leiddi. að kyrkjurnar fram og aftur um Bandaríkin
féllu í ótal mola.
Nú byrjaði fyrir alvöru starf Channings. Hann vann með
lipurð og gætni og útskýrði grundvallaratriði þau, er hin nýja
guðfræði yrði að byggja á. Sameiginlegur skyldleiki allra manna
og siðalögmál, er þessu væri samboðið. Smátt og smátt fór
kenningin að snúast um þessi atriði í báðum hinum andstæðu
kyrkjum. Og hver eftir sínu upplagi tók sér fyrir að breyta eftir
boði meistarans „það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður.það
skuluð þér og þeim gjöra"—Unitarar með því að breiða út af al-