Heimir - 24.12.1904, Page 18
130
H E I M I E
lians af öörum toga spunninn. Hermánnshendin haföi ekki ætíö
haft tíma til aö signa sig, áður eh tii orustunnar var gengiö.
Hann var mikill bókamaður, las allt, sem hann kom löguni
yfir, einkum trúmálarit þeirra tíma. Hann var einkar frjálslynd-
ur í skoðunum og mjög andstæður ýmsum kennihgurn, er þóttu
sanngjarnar þá, eins og útskúfunarkenningunni, þrenningarlær-
dómnum og því, að kraftaverkasögur N. Testam. sönnuðu nokk-
uð til eða frá um sannleika kristindómsins. En einmitt um það
atriði var þá hvað mest deilt meðal lærðra manna.
En þrátt fyrir þessar trúarskoðanir sínar hafði eldri Parker
almenningsorð á sér fyrir hreinlyndi, ærlegheit og orðheldni, og
vitsinunamaður þótti hann mikiil. Þó má af öllu merkja, að
Theodore hefir þótt vænna um móður sína. Enda var hún þvð-
ari í lund og viðkvæmari fyrir öllu, er hann snerti, en faðir hans.
Sex ára byrjaði Parker að ganga í alþýðuskólann, en þegar
hann var níu ára, gat hann að eins sinnt skóla að vetrinum til,
því á sumrin varö hann aö hjálpa til við vinnubrögðin heima.—
Árið 1820 lauk hann við barnaskólann og byrjaði á latínu og
grísku námi undir tilsögn Hr. Wm. White, er þá var stúdent við
Harvard, en varð síðar prestur við Unitarakyrkju skammt frá
Boston.
1826 var hann búinn að ljúka sér af við alþýðuskólana, og
byrjaði þá sjálfur að kenna á barnaskólum þar í grenndinni. I
þann tíma, eins og svo ótal sinnum síðan, var það eina úrræðiö
og einu mögulegleikarnir að hafa saman nokkra dali fyrir fram-
haldandi skólakostnaði, fyrir þá er litinn eða engan styrk gátu
fengið að heiman. Kaupið var mjög lágt, að eins $25 um mán-
uðinn, og af því varð hann að borga $iotil vinnumanns, er hann
varö að leggja til í sinn stað heima. Á afganginum varð hann
að fæða sig og klæða, en þó dróg hann svo til muna, aö hann
gat keypt sér þær bækur, er hann þarfnaðist.
Seint um sumarið 1830 fór hann einn morgunn fótgangandi
inn til Cambridge á laun viö íööur sinn, gekk undir inntökupróf
við háskólann og náði heim aftur næsta kvöld. Er heim kom,
var heimilisfólk allt gengið til sængur. Hann sagði föður sínum
tíðindin, og lét karl vel yfir, en sagði honurn þó, að ekkert gæti
hann hjálpað honum, og yrði hann þar fyrir sjálfur að sjá, hver