Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 22

Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 22
134 I-I E I M I R íhaldsstefnunni, og nú í seinni tíS heiir verk þeirra fengiö fulla viöurkenningu, eins cg þaö átti skiliö. En áöur en þeirri þrætu sleit, var annaö stórmál hafið, er var mikiö víðtækara þá í svip. Þaö var um þrælahaldiö í Suð- urríkjunum. Dr. Channing haföi alla reiöu skrifað um þaö mál áriö sem hann lézt, og varð þaö til þess, aö framfara.flokkurinn tók það upp á dagskrá sína. Parker og Wm. Lloyd Garrison gjöröust nú forvígismenn þeirrar hreyfingar og uröu brátt illa þokkaöir fyrir vikiö. En þeir létu þaö ekki fyrir brjósti brenna. Nú stóö deilan sem hæst og lagði Parker sig þá allan frarn. Hann naut lítillar hvíldar, og samverkamenn hans gjöröu honum í mörgu eryitt fj'rir. Þótt hann væri aö eins rúmlega þrítugur fór nú heilsa hans að gefa sig, og árið '43 sagöi hann upp söfnuöi sínum og tók sér ferö á hendur til Evrópu. Ariö eftir kom hann til baka, og sótti þá fljótt í sama horf- ið. Nú var hann kyrkjulaus, og var þá tilraun gjörö til að svelta hann til hlýðni af þeim, er andstæöir voru honum í kyrkju og félagsmálum. En þaö tókst ekki, sem betur fór. 22. jan. 1H45 héldu nokkrir menn fund með sér og gjörðu þá yfirlv'singu, aö þeir skyldi sjá svo til, „að Parker fengi málírelsi í li.oston." — Þeir gengust fyrir því, aö mynda nýjan söfnuö, og í febrúar þaö sama ár sendu þeir honum köllun. Þeim söfnuöi þjónaöi hann til dauöadags. Meö þessu lauk allri kyrkjulegri mótspyrnu gagn- vart honum. En þá var enn óunniö þaö tnál, að þrælarnir fengi frelsi og sá blettur máður af Bandaríkja þjóöinni. En þaö lág honum nú þyngst á hjarta. I næstu 10 ár vann hann uppihalds laust og stööugt aö því eina takmarki. Hann flutti ótal ræöur um þaö og reit fjölda blaöagreina. En honum auönaðist ekki að sjá þau málalok. Hin síðasta ræða hans mót þrælaverslun var flutt 4. júlí 1858 í Boston, rúmum tveiinur árum áöur en þrælastríöiö hófst. Heilsa hans var nú meö öllu farin. I næstliöin tvö ár fann hann til þreytu og lasleika, en hélt áfram verki. A nýári '59 var hann þungt haldinn og komst ekki einu sinni í kyrkju. Söfnuö- ur hans veitti honum nú árs leyfi, að hann færi í hlýrra loftslag sér til heilsubótar, en allt kom fyrir eitt. En þó lét hann tilleið-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.