Heimir - 24.12.1904, Síða 26
138
H E I M I R
ráöa, og leggja rækt við þa5. Því gjörspillingu mannlegs eölis
—aö ekkert gott sé til hjá nokkrum manni—- sé vísindin fyrir
löngu búin að hrekja og reka til baka í skaut móöur sinnar,—
orþódoxu kyrkjnnnar.
Dr. Eliot hefir jafnan verið öruggur talsmaður unitariskra
skoðana og látíð sér mjög annt um velgengni þeirrar hreyfingar.
Hann hefir sjálfur haldið ótal ræður um þau mál og jafnan ver-
ið boðinn og búinn að bera ábyrgðina.
Undir stjórn hans hefir háskólinn blómgast ár frá ári. A
síðastliðnum fimm árum hafa mörg ný kennaraembætti verið
skipuð og byggingar reistar, er alls nemur yfir 5 milljónir doll.—
Það var og meðfram fyrir hans forsjá, að Vilhjálmur Þýzkalands
keisari gaf þangað safn af þýzkum listaverkum og leirstey]>um,
svo að listasafnið þar er með þeim auðugri í landinu.
Dr. Eliot hefir verið ásakaður um það, að hann drægi tauin
auðvaldsins á móti verkalýðnum, en sú ákæra á við ekkert að
styðjást. Hann hefir látið í Ijósi ótrú sína á ýmsum verkamanna
félögum, er með ýmsum samþykktum sínum eru búin að taka
svo algjörlega ráðin af einstaklingnum, að hann er orðinn í engu
meira sjálfs sín ráðandi en vinnudýrið, sem beitt er fyrir plóg-
inn. Það er sitt hvað, að halla á verkamanninn eða reyna að
aftra því, að illa sé farið með hann af skrílshöfðingjum; en það
er það verk, er hann hefir reynt að vinna. Máli verkamannsins
og fátæklingsins hefir hann oft talað, og sagst vel.
Dr. Samuel Atkins Eliot.
Dr. Samuel Atkins Eliot er fæddur í Cambridge Mass. 24.
ágúst 1862. Hann er sonur Charles W. Eliot forseta Harvard
háskólans.— Hann útskrifaðist frá Harvard vorið 1884 úr vís-
inda og tungumála deildinni og innritaðist þá við guðfræðisskól-
ann. Faðir hans, er jafnan hefir sýnt vakandi áhuga fyrir upp-