Heimir - 24.12.1904, Blaðsíða 28

Heimir - 24.12.1904, Blaðsíða 28
140 II E I M I R útnefndur vcrkamálaráðherra í ráðaneyti Bandaríkjaforsetans — stöðu, er hann gegnir enn— og svo hitt, að hann kvaðst ekki hafa þá sérstöku þekkingu, er nauðsynleg væri forseta félagsins. A þingi þessu var því Dr. Eliot kjörinn forseti, en séra Charles W. St. J-ohn, prestur frá Pittsburg Penna., settur skrifari í hans stað. Samkvæmt breytingunni, er þá var gjörð, var hinum nýja forseta faliö allt framkvæmdarvald á hendur fyrir félagið, og settur meölimur allra milliþinganefnda, er kosnar eru. Forset- inn á og að sjá um öll missiórismál, og vinna þar áð eins mikið, og tími leyfir. Hann er í einu orði biskup félagsins, ef hægt væri að brúka það orð um nokkurn mann innan Unitarakyrkj- unnar. Verksvið hans er afarstórt og óteljandi skyldur, er á honum hvíla. Unitarakyrkjan hefir nú breiðst yfir landiö og undir hans stjórn hafa bæzt við um ioo nýjar kyrkjur og söfnuöir. Inn- tektir félagsins eru nú nær tvöfaldaðar við það, sem þær voru áður, og skólum hefir félagið fjölgað að mun. Þriðji prestaskól- inn var stofnsettur, árið sem leið, vestur á Kyrrahafsströnd. I ráði er og, að setja þann fjórða af stað í satnbandi við Chicago háskólann. Dr. Eliot er enn þá ungur maður og heill heilsu. Efalaust á hann eftir að gjöra stórmikið. Hann er mjög mannvænlegur inaður að ásýndum, hár og þrekinn, djarfmannlegur í framkotnu og þannig í viðmóti, aö hann er manna líklegastur til, að reka hræsni og hleypidótna í felur. Hann er stór í lund, glaðlegur en yfirlætislaus, hagsýnn vel og kjörinn leiötogi síns félagsskapar. HRIJVIIR er geíinn nt af nokkrum íslendingum í Ameríku; komur út 18 sicnum á ári og kostar $ 1 árgangurinn. — í útgáfunefnd eru þessir menn: B. B. Olson, Öimli, Björn Pótursson, Frcd. Svvanson, Guömundur Arnason, og Magnús Pótursson, Winnipeg.---------- Ritstjóri síra Rögnvaldur Pétursson, Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórnar blaösins 6r: Hcimir, 785 Notre Damc Ave. Winrfpeg Man. Útsendingu oginnheimtu Hoimis annast Björn Pótursson, 555 Sargent Ave., og eiu all- ir útsölumenn og kaupendur ritsins beönir aö snúa sór til hans því viövíkjandi. Proutari: Gísli Jónsson, 656 Young st. Winnipeg Man.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.