Heimir - 01.10.1905, Side 3
H E I M I R
2 27
Fram aö þeitn tín:a haföi söfnuöurinn haldiö samkomur st'n-
ar og guösþjónustur í húsi, er bygt var haustiö 1892 og stóö á
horninu á Nena og Pac.ific strætum noröur í bænutn. Húsi því
var kotniö upp undir forstööu séra Björns heitins Péturssonar
og konu hans, Jennie E. Pétursson, er fyrst stofnuöu þennan
söfnuö.
Það var fj'rst nokkru fyrir 1890 aö hyrjaö var á unitarisku
trúboöi hér tneðal Islendinga, og var séra Björn heitinn aöalfor-
göngumaður þess. Hann haföi fiutst snetntna hingaö vestur og
var annar aöalstuöningsmaönr þess, aö Dakota bygð Islendinga
hófst. Hann var þá hniginn aö aldri, er hann kom hingaö vest-
ur, en ungur og frjáls í anda.
I umstangi því, er nýlendulífiö haíöi í för meö sér, tókst
hann á hendur fjölda tnargar feröir til ýmissa staöa, og meöal
annars fór hann alloft til borganna Minneapolis og St. Paul.
Þar komst hatm í kynni við skáidiö Kristofer Jansen, er þá
haföi á hendi trúboð unitariskt meöal Norömanna í Minnesota.
Árið 1887 birtust tvær ritgjöröir af ræöutn Kristofers Jansens í
íslenzkri þýðingu eftir Björn Pétursson.
Rit þessi voru „Mótsagnir Orþodoxíunnar" og „Guð Gyö-
inga og guö kristinna manna." Áriö 1889 gaf hann enn út einn
bækling, „Um þrenningarlærdótninn", þýddan úr ritum Krist.
Jansens, og tveitn árunt síðar sunnudagsskólabók Dr. Savage,
„Ivatekismus Unitara". En svo fór aö fækka um ritgjörðir hans,
enda fór þá tíminn aö styttast fyrir honum,því eftir langvarandi
sjúkdóm andaðist hann aö áliönu sumri 1893. Lík hans var
fiutt til N. Dak. og hann jarðsettur þar aö Mountain. Þar syöra
voru flestir ættingjar hans, og þar bar honum aö bera beinin, í
skauti þeirrar byggðar, er hann var einn aöal frutnherji að— í
skauti þeirrar fegurstu bygöar, er íslendingar eiga hér fyrir vest-
an haf. Þar var og líka gott aö vera— þar var frjálst.
Hann var jarðsunginn af tveimur prestum lúterska kyrkju-
félagsins. En þaö var að eins lík hans, sem var lagst til mold-
ar. Starf hans tnun lifa margan í hel, er nú ber hátt höfuð.
Þaö var dapur dagur fyrir Unitara í Winnipeg, þótt í fund-
argeröabók safnaðarins frá þeim tíma geti þeir hvergi utn lát