Heimir - 01.10.1905, Síða 13

Heimir - 01.10.1905, Síða 13
H EI M I R 237 eg", segir maöurinn, og kófiö stóö umhverfis þá. Nokkru síðar virtist Blessommen þeir ekki lengur fara á vatninu. „Eg held nú sé fariö í loftinu," segir hann.—„Já, víst er um þaö," svarar maðurinn. En er þeir höfðu haldiö áfram enn um hríö, virtist Blessommen hann bera kensl á bygðina, er þeir fóru eftir.-„Eg held þetta sé Vogur," segir hann. — „Já, nú erutn viö komnir heim" svarar maöurinn, og Blessommen þótti þeir hafa fariö all geyst yfir. „Þú átt góöar þakkir skildar fyrir flutninginn" segir hann.— „Sjálíþakkaö!" segir maðurinn og bætir því viö um leið og hann slær í hestinn: „Þaö er nú ekki vert fyrir þig, að vera aö líta um hönd eftir mér!"— „Nei, nei," hugsaði Blessomrnen og skundaði heimleiðis upp hiíðarnar. En í þvf kveöur við voða brestur og brothljóð að baki honum, eins og fjallið ætlaöi um koll aö keyra, og birtu lýstur um land alt. Hann leit um öxl, og sér þá manninn í hvítu úlpunni aka í gegnum brakandi bál inn í opinn bergvegginn, er laukst upp fyrir honum eins og hliö. Blessommen varð hálf hverft viö föruneyti þaö, er hann hafði haft, og ætlaði aö snúa höföinu fram aítur. En eins og hann haföi snúið því, eins snéri það, og eftir þaö bar Blessommen aldrei óhallt höfuö. Ekkert þessu líkt hafði drengurinn heyrt fyr á æfi sinni. Hann þorði ekki að spyrja fööur sinn nokkurs meira, en árla næsta morguns spurði hann inóður sína, hvert ekki kynni hún æfintýri. Hún kunni nokkur, en þau voru flest um kongsdætur er sátu fjötraðar í sjö ár, unz rétti kongssonurinn kom. Drengurinn hélt, að alt þetta, sem hann heyröi sagt frá eöa las um, væri rétt í kringum sig. Hann var víst átta ára, þegar fyrsta gestinn bar þar eitt vetrarkvöld aö dyrum. Hann var svarthæröur, og það hafði Þrándur aldrei fyr séð. Hann var kveöjufár, „gott kvöld" sagöi hann aö eins í því hann gekk inn. Þrándur varö hræddur og settist á skemil hjá hlóöarsteininum. MóÖir hans bauö komu- manni innar til sætis, og þáöi hann þaö, og gat hún þá athugað hann betur. „Það er þó aldrei hann Fiölu-Knút.ur?" sagði hún. „Jú, víst er svo. En nú er orðið langt síðan eg spilaöi í veizl- unni þinni. "— „Ojá, þaö er nú oröin stund síöan. Ætlar þú

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.