Heimir - 01.10.1905, Blaðsíða 14

Heimir - 01.10.1905, Blaðsíða 14
238 HEIMIR langt aö halda?"— „Eg spilaöi um jólin hinurnegin fjallsins, en á leiðinni yfir urn greip mig einliver vesöld, svo aö eg varö aö koma hér viö og hvíla mig." Húsfreyja bar honum mat, hann færöi sig aö boröinu, en ekki sagöi hann „í Jesú nafni", eins og drengurinn haföi ætíð vanist. Þegar hann haföi matast reis hann á fætur. „Nú er eg vel á mig kominn," sagði hann, „mætti eg nú hvíla mig stundar korn." Honum var vísaö til sængur í rúmi Þrándar. Um Þránd var búiö á gólfinu, En þarna sem hann lá varö honum svellkalt á þeirri hliö, er frá vissi eldinum, en þaö var vinstri hliöin. Þaö var af því hún lá ber úti í næturfrostinu, að honum fanst. því hann lá auövitaö lengst út í skögi. En hvern- ig haföi hann komist þangaö? Hann reis upp og skygndist um, og lengst á burtu logaöi eldurinn. Sannarlega lá hann aleinn úti í skóginum. Hann langaöi heim aö eldinutn, en gat ekki hreift sig. Þá varö hann ákatlega hræddur, þvi óarga dýr voru í skóginutn, og sVo gátu kotniö tröll og draugar. Heim aö eldinum varö hann aö komaSt, en gat þó ekki hreift sig úr staö. Hræöslan óx á ný, hann reyndi tneö öllum kröftum 'og gat loksins hrópaö „mamma!"—og vaknaöi svo. „Elsku barn- iö mitt, þig dreýmir illa", sagöi hún, og tók hann upp. Þaö fór hrollur um hann, og hann skimaði í kringum sig. Aökotnumaöurinn var horlinn, en hann þoröi ekki aö spyrja eftir hortum. Móöir hans kom inn í svarta kjólnum, og gekk niöur til bygöa. Tveir óktmnugir menn komu meö henni til baka, er einnig voru tneð svart hár og kollhettur. Þeir sögöu ekki held- ur „í Jesú nafni", þegar þeir mötuöust, en þeir töluöu eitthvaö í hálfum hljóöum viö fööur hans. Síöan gengu þeir allir inn í sketnmu, og komu út aftur meö stóra kistu, sem þeir ’báru millí sín. Þeir lögöu hana á kjálka og kvöddu. „Bíöiö þiö svolítiö viö, takiö kistilinn líka, sern hann var ineö", sagöi húsmóðirin, og hún fór inn eftir honuin. En annar maöurinn sagöi: „Þessi má eiga hann", og benti á Þránd. Hinn bætti viö: „Og notatiu hann þá eins vel og sá, sem nú liggur hérna," og hann benti á stóru kistuna um leiö. Þá hlógu þeir báöir við, og fóru af staö.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.