Heimir - 01.10.1905, Side 15

Heimir - 01.10.1905, Side 15
H E I M I R 239 Þrándur horföi á kistilinn, sem hann hafði eignast þannig. „Hvaö :er í honum?" spurði hann.— „Farðu rneð hann inn og skoðaðu í hann", sagði móðir hans. Hann gjörði það, og hún lijálpaði honum til að ljúka kistlinum upp. Gleðin skein nú út úr ásýnd hans, því hann sá eitthyað svo léttilegt og snoturt þar niðri á botninurm „Taktu. það!" sagði móðir hans., Hann drap að eins við því .fingti,; en kipti honuni óttasleginn strax að sér aftur. „Það grætur!" sagöi hann.— „Hertu upp hugann," sagði rnóðir hans. Hann þreif utan um það með allri hendinni og tók.það upp. Hánn hampaði því og snéri, hlóg og hræröi við því. „O, elsku mamma, h.vaö ,er þetta?" spurði hann, þaö var létt eins og skel. „Það er.fiðla." Þannig atvikaðist það, aö Þrándur Alfsson eignaðist fyrsta fíófínið.-- , Faðir hans gat ofurlítiö spilað, og hann ,kendi drengnum fyrsta fiandaburöinn, móðir hans ku.nni nokkur danslög frá þeim tíma hún dansaði, þan lærði.hann, eu bjó sér brátt til önnur ný. Hann spilaöi nú öllum s.tundum, hajm vildi ekkert lesa, hann spilaði, svo faöir.hans sagði, e.itt sinn við hann, að hann stóiv skainmaöist-sín fyrir hann. Altj sfeni drengurinn hafð.i heyrt eða lesið fram.að þeim tíma, fór.í fiðluna. Fíni, mjúki strengi- urinn var móðir hans, þann næsta, sem altaf- var með henni, nefndi hann Ragnhildi., Grófari strengurinn,, sem hann sjaldnar snerti við, vardaðir ha-ns, en aftasta, djúpróma og alvörugefna strengnum, af honum hafði hann hálfgjörðan beig„ og hönuin gaf hann.ekkert nafn. :..Skakt fing.urtak ,á rnjóstrengnum kallaði hann kisu.en lcæmi Tið sama fyrir á strengnuin hans föður hans, þá kallaði hann þathbpla,; Fiðlub.oginn yar Blessommen, sérn ekið var frá Kaupmannahöfn til Voga á einni nóttu. Þanrúg var og hvert lag einhver sérstakur;hlutur. Lögin nreð löngu og alvarlegu. tónunum, voru, tnóðir ,háns í svarta .kjólnum, en þau, sém hrundu og hoppuðuy voru Móses, sem stamaði og klappaði á klettinn með. stafnum,. . En. öll hin hljóðari Og rnýkri, þegar boginn aö eins stierti strengina, voru huldumeyjarnar,. se.m rúku fénáðinn út í þokuna,: þegar enginn sá til. En. lögin .báru hugann út yfir fjöllin, og hann fyltist af þrá.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.