Heimir - 01.10.1905, Blaðsíða 16
240
H E I M I R
Dag einn sagí3i faöir hans frá smásvein nokkrum, er spilaö haföi
á rnarkaöinum og fengiö heilmikla peninga fyrir, beiö hann þá
móður sinnar í eldhúsinu og spuröi hana hljóðlega, hvort ekki
mætti hann líka fara til markaðsins og spila fyrir fólk. „Iivern-
ig getur þér dottiö slíkt til hugar?" sagöi móöir hans, en minnt-
ist þó strax á þaö viö fööur hans. „Hann kemst nógu snemma
að heiman", sagöi hann, og hann sagði þaö þannig, aö hún
baö hann ekki frekar.
Skömmu seinna voru foreldrar Þrándar aö tala undir borö-
um um nýbyggjarafólk, er fyrir skömntu hefði fiutt sig upp á
fjöllin og ætlaði aö gifta sig. Faðir hans sagði aö þau hefðu eng-
an til aö spila í brúökaupinu. „Gæti eg ekki verið spilarinn?"
hvíslaöi drengurinn seinna, þegar móðir hans var komin frain í
eldhús. „Þú, sem ert svo lítill", sagði hún; en svo gekk hún
út í skemmu til fööur hans og færði þetta í tal. „Hann hefir
aldrei komið ofan í bygð", bætti hún viö, „og hann hefir aldrei
séö kyrkju."— „Eg trúi ekki að þér sé alvara með þetta", sagöi
Alfur, en hann sagöi heldur ekki meira, og þýddi hún þaö sem
fengiö leyfi til fararinnar. Hún fór þvínæst yfir til nýnýlinganna
og bauð drenginn fram. „Það getur enginn smádrengur spilaö
til líka viö hann", sagöi hún og— hann fékk fararleyfið.
En nú glaðnaði yfir heimilinu. Frá morgni til kvölds sat
hann við að spila og æfa sig á nýjum lögum. Á næturnar
dreymdi hann um þau, þau fluttu hann yfir firnindi og fjöll út í
ókunn lönd, eins og svifi hann á vængjuöum skýföldum. Móöir
hans sat við að sauma ný föt, en faöir hans hafðist lítt við inni.
Síöustu nóttina svaf hann alls ekkert, en var aö hugsa út
nýtt lag um kyrkjuna, sem hann hafði aldrei séö. Hann var
uppi snemma um morguninn og móðir hans líka til þess að bera
honum mat, en hann gat einkis neytt. Hann fór í nýju fötin,
tók fiðluna sér í hönd, og var þá sem honum birti fyrir augum.
Móðir hans fylgdi honum út á steinstéttina, og horíði á eftir
honum, meðan hann gekk upp hlíðarnar. Þaö var í fyrsta sinn
sem hann fór aö heiman.
Faðir hans fór hljóðlega fram úr rúminu og gekk aö glugg-
anum. Þar stóö hann og horföi á eftir honum líka, unz hann