Heimir - 01.10.1905, Side 17

Heimir - 01.10.1905, Side 17
H E I M I R 241 heyröi konu sína hreifa sig úti á steinstéttinni, fór hann þá aft- ur upp í, og lág kyr þegar hún korn inn. Hún stjáklaöi í kringum rúmiö, eins og hún byggi yfir ein- hverju, er henni lægi ríkt í huga. Loksins kom það. „Eg held eg ætti aö fara yfir til kyrkjunnar til þess aö sjá, hvernig fer." Hann svaraði því engu, tók hún það þá sem afráðiö, bjó sig og fór. Það var glóheiður sólskinsdagur, þegar drengurinn fór yfir til brúðkaupsins; hann heyrði fuglana. kvaka og sá sólina glitra í skógarlaufinu, en hann hraðaði göngunni með fiöluna undir hendinni. Og þegar hann kom heiin til brúðhjónanna, sá hann ekkert annað, en hann var búinn að gjöra sér hugmynd um áð- ur, hvorki brúðarskartið né fjölmennið. Hann spurði að eins, hvort ekki yrði fariö fljótt af stað, og var .því játað. Hann fór í fararbroddi með fiðluna og lék á hana allan morguninn út, svo að undir tók í skóginum. „Sjáum viö ekki kyrkjuna bráðum?" kallaði hann aftur fyrir sig, og lengi var svarað nei, en loksins sagði einhver: „Þegar við komumst fyrir bergsnösina þarna, þá sérðu hana." Hann byrjaði nú á nýjasta laginu sínu á fiðlunni, boginn dansaði yfir fiölustrengina, og hann starði beint frain undan sér. Og bygðin blasti viö fyrir framan hann. Hið fyrsta, setn auganu mætti, var léttur þokuslæðingur, sem hvíldi eins og reykur j'fir fjallshlíðipni hinumegin. Neðar blöstu við grænar engjar og há hús, og var sem gluggarnir log- uðu, þeir glitruðu eins og hájöklar í sólskini á vetrardag. Húsin urðu altaf stærri og stærri og gluggarnir fleiri, og svo til annar- ar handar var aragrúi af rauðum húsum. Fyrir neðan þau stóðu hestar bundnir; skrautbúin smábörn voru að leikjum framan í brekku, hundar sátu hjá og horfðu á. En út yfir alla bygðina barst langur og sterkur hljómur, sem gekk í gegnum hann, og honum fanst alt, sem fyrir augu bar, bærast eftir raddfallinu. Og þá sá hann alt í einu mikið og háreist hús, er teygði háa og hvíta stöng langt upp í loftið. Og neðar blikuðu óteljandi glugg- ar í sólinni, svo húsið sýndist standa í björtu báli. Þetta hlýtur að vera kyrkjan, hugsaði hann, og þaðan berst sjálfsagt þessi hljómur! Uinhverfis stóð múgur og margmenni, og allir voru

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.