Heimir - 01.10.1905, Qupperneq 19

Heimir - 01.10.1905, Qupperneq 19
H E 1 M I R 243 inn hélt áfram aö skera. „A-a!" sagöi sá þriðji þunglamalega — og hann var kominn aö þeim fjóröa. Þá varö hann hryggur í huga, fjóröa strenginn, þann, sem hann haföi aldrei þoraö aö nefna eftir neinum, hann skar hann ekki. Nú var líka sem hon- um findist, að þaö heföi ekki verið strengjunum aö kenna, aö hann gat ekki spilað. Þá kom móöir hans í hægöum sínum upp eftir til hans, til þess að fara heim meö hann. En þá varð hann enn þá hræddari, hann hélt á fiðlunni meö sundurskorna strengina, reis á fætur og hrópaði á rnóti henni: „Nei, mainma! heim aftur vil eg ekki fara, fyr en eg get spilað alt, sem eg hefi séö í dag." Nýjar bækur. ---•---- ■’ÞYRNAR”: Þorsteinn Erlingsson. Önnnr prentun aukin. 8vo. 244 bls. Reykjavik. 1905. lJrentsmiðjan Gutenberg. Hina fyrri útgáfu „Þyrna" þekkja allir. Síöari útgáfunni ætti allir að kynnast, þeirri er út kom áriö sem leiö. Þorstein þekkja allir, og eins þeir, er aldrei hafa séö hann. —og eins þeir, er óska aö hann heföi aldrei kveöið eitt einasta stef. Fæstir af oss hafa orðiö þeirrar ánægju aðnjótandi, aö fá aö sjá hann, eins þeir, er aliö hafa hina sömu þrá og Heródes gamli foröum, og þeir, er stelast heföi viljað til hans á nætnr- þeli. En svo eiga menn einatt ervitt með að sjá þann, sem býr í því ljósi, er enginn hefir til komist aldanna sona, og gengur þó enn ver að skilja hann. Þessi útgáfa „Þyrna" er allmikil bók. í henni eru 85 kvæði. og af þeirri. tölu er fjóröi hlutinn nýr. En ágæti „Þyrna" væri lítiö, ef ekkert væri nema versa- fjöldinn. I því eina atriöi komast þeir ekki til hálfs viö mærö- ina vestrænu, því hér er meira af vessum en holdi og blóöi,

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.