Heimir - 01.10.1905, Page 24
24 S
II E I M I R
Kvæöasafninu má deila í tvo fjarskylda flokka. Til fyrra
flokksins teljast öll þau kvæöi, sem skáldiö kveöur, þegar hann
gleymir sjálfum sér og því þjóölífi, sem hann lifir viö. 1 þeim
kvæöum koma fram fagrar vonir.vináttuþel til allra manna, viö-
kvæmar tilfinningar og þrá eftir fegurö, fullkomnun og réttvísi.
Þar talar innræti mannsins sjálfs. Til þessa flokks mætti telja
kvæöin „Morgun", „Vetrarlok", „Sumarkoma", „Lýöhvöt",
„Til sönggyöjunnar", „Sólsetur", „Lífsins skuggar", „Haust-
kvöld", „Þrá" o. s. frv. Frá engum þessara kvæöa er þó eins
fallega gengiö og ákjósanlegt væri. Þau viröast nokkuö fljót-
hugsuö, fljótsmíöuö og fágunarlítil. Heföi hugsun sú, sem í
þeim felst, eignast fagran búning, heföi hún gengið hverjum
manni aö hjarta.
En þá er hinn fiokkurinn. Þann flokk kvæöanna hafa þeig
eingöngu lesiö, er ekkert gott gátu um þau sagt, nema aö í þeim
væri prentvillur. Þaö er þó næsta kynlegt. Aö vorri skoðun er
sá flokkurinn til oröinn fyrir áhrif og uppeldi, er þjóSaramiinu
íslenzki hér vestra hefir höfundinum veitt. Höf. ósjálfrátt er
hér aö eins tungan, er sá andi talar með. Þar er hann barn
sinnar samtíöar. Þess vegna er kvæðasafninu ef til vill svo illa
tekiö. Þjóöfélagiö er aö pússa sig upp sem „respectabelt”,—
reyna aö glevma því sem þaö hefir tilsáð meö andleysi, hræsni,
alvöruleysi og ”prinsips”-leysi. Svo, eins og Peer Gynt, þegar
því er færöur króinn meö afhendingar ummælunum tiVesle-fan-
den vil du til faer din?” þá svarar þaö ineö hofmóöi undan pur-
puralíninu, i(Faer? Er du drukken? Kalder du ham—? Ekki
mikiö!— fikomin er önnur til viö mig, ástin mín er söm viö sig,
svona er hún viö alla.” Finnur er ekki lengur finnur, heldur
guöfinnur, o. s. frv.— En samt og, en samt. i(Du kan vel
kende grisen paa skindet. Har du öjne? Kan du ikke se, han
er lam paa skanken, som du er lam paa sindet?”— Og þaö er
Sigfúsi niörunarlaust. La Bruyére franski segir í formála fyrir ;
einu riti sínu: ”Og nú skila eg almenningi aftur því, sem al- (
menningur hefir léö mér. Frá honum hefi eg eingöngu þeg'ö |
efni þessarar bókar. Og nú iná hann í hjáverkum yfirvega
uppdráttinn.”----------------------------