Heimir - 01.03.1906, Page 2

Heimir - 01.03.1906, Page 2
5ö H E I M I R Henrik Ibsen. - - -•—— Miövikudaginn 23. Maí síöastl. kom sú frétt frá Kristjania í Noregi, aö heimsfræga og góökunna skáldið Hinrik Ibsen ♦ væri dáinn. Hann hafði látizt þann sama dag á heimili sínu, þar í borginni kl. 2.30 e. h. Frétt þissi þótti miklum tíöindum s eta, því nú um síðast- fiðínn aldarfjórðung hefir enginn þótt betra skáld en hann um allan hinn mentaða heim. Var eins og mikið af hinni fornu dýrð Noregs heföi risið upp frá djúpi liöinna alda og ríkiö hafist til viröingar fyrir afreksverk þessa ágæta sonar. Hvenær sem getiö var utn Noreg, var þaö oftast af því aö ræðan hné aö bókmentamálum og þá sérstaklega aö ritverkum skáldanna tveggja Björnsons og Ibsens. Fyrir annaö er Nor- egur ekki frægur í seinni tíð. En það er h'ka oft sem Noregs er og veröur getiö á þann hátt í skjölum og ritum meðal er- Sendra þjóöa. p Noregur m'tjándu aldarinnar er nokkurnveginn eins stadd- ur og má hrósa sér á líkan hátt og Mendelsohn bankastjóri,—að hann sé sonur föður síns, Moesesar gamla Mendelsohns, en faöir sonar síns, Mendelsohns, tónskáldsins mikla.— Hann er sonur Nors og faöir Ibsens.— Við lát skáldsins sló almennum söknuði yfir þjóðina. Allir æöstu menn landsins keptu um aö láta sorg sína og hluttekn- ingu í ljósi viö ættmenni hans, og í v'röingarskyni viö minn- ingu hans, var öllum leikhúsum landsins lokaö þann dag til morguns. Var það og tilhlýðilegt, ])ví aöalstarf skáldsins er innifaliö í leikritasafni hans, sem bæði er mikiö og mikils vert. (3g í þeim er öll hans kenning um „heillir lands og þjóöarmenn- t ing". En þótt undir dánardægriö Ibsen ætti miklum vinsæld- um aö fagna, þá var þaö þó á annan veg lengi fráman af. Hann þótti lítt við almanna skap og þaö sem sárast var segja , of ótvírætt til syndanna.—En enginn syndari vill aö syndin sé kölluð synd. Og sjálft þjóöarvelsæmiö unir því illa aö fariö sé svo með óskabörn sín, sem það er búiö að ala upp í trú og von J

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.