Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 7

Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 7
H E I M I R ■3 Lesar i n n. EFTIB M AX I Al GORK.1. ------------- Þaö var komin nótt, er eg bjóst heiinleiöis þaöan sein eg haföi verið aö lesa fvrir kunninga inína fyrstu söguna eftir mig, sein birzt haföi á prenti. Eg haföi fengiö heihnikiö hrós fvrir hana og var eg því í góöu skapi, eins og gefur aö skilja, og í tilefni af því hneigöist eg aö ýmsum þægilegum hugleiðingum, íinnandi þá til þess í fyrsta sinni á æfinni, er eg lötraöi sem leið lá eftir þögulum götum borgarinnar, aö þaö var þó gleöilegt aö vera til. Þetta var í Febrúarniánuöi. Þaö var hreinviöri og ský- laus himinn, sveipaður stjörnuljóss hjúpi, loft var svalt og hressandi, jörðin þakin þykkri nýfallinni lognmjöll. A limum trjánna stirndi í snjóinn í tunglsskininu, en neöan undir þeim hi á leið minni skugganna margvíslegu myndakerfi. Engin lif- andi vera sást nokkursstaðar og ekkert heyrðist utan marrið í snjónum undir fæti mér hvar sem eg sté. Þaö hljóö var þaö eina, sem rauf þögn þessarar nætur, sem mér er svo minnis- föst. Virkilega er þó talsvert í það varið aö vera ekki sá líti!- mótlegasti af meðbræörunum, kom mér þá til hugar og hug- mynda hagvirknin málaöi meö ósviknum litum framtíö mína. „Jú, þaö er ljómandi, þaö sem þú hefir ritaö. Víst er um þaö", kvaö við rödd rétt fyrir aftan mig, og lá alvara í rómn- um. Eg hrökk saman og leit viö. Dökkklæddur maöur, lítill vexti, vék sér aö hliö mér, góndi framan f mig og athugaöi inig náiö og slóst í för meö inér. Eg tók eftir því að hann glotti við og viö svo undarlega napurlega. Alt var útlit og vaxtarlag hans skarpt og afinark- að, augnaráð hans, kinnbeinin, hakan og hökutoppurinn,— og virtist mér skuggamynd þessa litla manns einstaklega einkenni- leg. Hann gekk léttilega og eins og hann liði yfir snjóinn. Eg

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.