Heimir - 01.06.1907, Side 6
2
HEIMIR
Hann þekti það líka, þó hátt væri hreykt,
Að heimspekiskerfið hans sjálfs reyndist veikt,
Og Sadúsi’ í sérkreddum sleipur.
Af ritningum feðranna sjálfur hann sá
Um Síon og Hinnonsdal greindi þá á,
Og honum fanst meinleg sín millibils-reið,
Er Móses og Esjas fór hvor sína leiö,
Og torsótt var gull í þær greipur.
Og strokinn var Jóhannes eyðimörk á,l)
Og umbótavon hans og byltinga spá
Var svölun í leiðindum lýðsins —
Að lifa og deyja sem dúfur og örn,
Að dreyma þar Eden sem náttúrubörn,
Fyrst andlegur dauði við innlenda fórn,
Og afsettur Jahve af rómverskri stjórn
Var umbun og endalok stríðsins.
Svo kom þessi Jesús, sern álitið á
Var uppvægt.—Hann sat líka veizluna þá,
Sem forvitinn flokkur hans gerði,2)
Á trésmiðinn hlýddi, sem taldi þá á,
Er tignastir voru. og sátu þar hjá.
Hann heyrði þeim brugðið um alt, sem var ilt,
Og als ekki hógvært né bilgjarnt og milt,
Þó sjálfur hann ekki það erfði.
Hann vissi, í sannleik þeir áttu það alt,
Þó yrði nú samsætið þurlegt og kalt,
Og veizluspjöll veitendum bökuð.—
En föðurlandsástin og uppihald þjóð
Var aðall sá, málefnin hin ekki góð.
Hann þekkti: Þeir geymdu, þó fölsuð flest,
Mörg fortíðar gull þau sem unni hann mest
Með þeim sem í rúst yrðu rökuð.
1) Mtirk: I. kap. 6. vers, og áfram. | 2) Lúk: XI., 37., og áfram.