Heimir - 01.06.1907, Side 16
H E I M I R
þaö grætt neitt á því fyrirtæki. Það átti aö korna út daginn
eftir, en ritstjórinn lét þá undireins prenta þaö cg btra þaö út.
Af hraðanum sem útheimtist til aö gela blaöiö út einum degi
fyr en vanalegt var, þá var próförkin ekki lcsin; var því tölu-
vert af prentvillum í þessari útgáfu. Grein sú er ritstjc'rinn rit-
aöi un fundinn, u n auö e'in, se n fólgin væru í Héranesinu,
eldana, sem heföu sést brenna, um leitina sem hafin mundi
veröa um nóttina, var skörulega rituö. Öll orö og setningar,
sem ætlast var td aö menn veittu sérstaka efthtekt, voru rituö
meö upphafsstöfum eingöngu, og þau orö og setningar voru
mörg í þessari grein. Gat ritstjórinn þess hverjar skyldur
hvíldu á blaðamönnum, þaö væru sérstaklega þær, aö fræöa
menn um alt gagnlegt. Skyldi slíkt vera geit alveg hispurs-
laust og án nokkurra vafninga. Sannaöi hann þaö meö dæmi-
sögum og orðskviöum. Ritaöi hann skorinort um það hvaö
blaöiö Roundabout heföi æfinlega haft þá stefnu fyrir augum,
og þó sérstaklega s öan hann tók við ritstjórn þess, enda kvaöst
hann hafa fengiö marga viöurkenningu frá lesendum blaösins
þvíviövíkjandi. Sýndi hann þaö meö því aö tilfæra nokkra
kafla úr bréfum er ýmsir menn lieíöu ritaö scr. Báru þeir allir
vott uin traust til ritstjórans, og voru honum þakklátir fyrir þá
einurö, sem hann heíöi jafnan sýnt. Heföi hann ætíö komið
fram sem „frelsispostuli". Raunar sagði hann aö mótstcöu-
menn sínir (því mótstþöumenn hefði hann nokkra, allir miklir
menn ættu þá) heföu aö vísu nokkrum sinnum brugöiö sér um
ósamræmi í skoöunum þeim er blaðiö heföi flutt, en'meöan þeir
heföu ekkert út á ritstjórn sína aö setja, nema ósamræmi, þá
bæri hann höfuöiö eins hátt eftir sem áöur. Þetta samræmi
sem menn væri altaf aö stagast á, væri blátt áfram „nonsense".
Hann sagði að fj...... mætti hafa slíkt fyrir sér. Þeir menn er
heföu þessa svokölluðu samræmi, væru menn sem aldrei hefðu,
og aldrei mundu komast áfram í þessum heimi. Maöur yröi aö
slá járniö meöan það væri heitt, hvort heldur það heföi tekiö
langan eöa skamman tíma aö hita þaö. Þeir menn og þau fé-
lög, sem það heföu fyrir „princip", heföu æfinlega komist furð-
anlega vel áfram. Því til sönnunar kvaðst hann vilja benda á