Heimir - 01.06.1907, Síða 10
6
H E I M I R
Gersemarnar á Héranesi.
e f t i r
„Mark Tain“.
Fyrir nokkrum árum síðan átti eg heima í þorpinu Wind-
enough. Þar er landslagi svo háttað, að áin Currentless renn-
ur framhjá þorpinu, og eru nokkrar mílur frá þorpinu og til
sjávar. Hinumegin við þorpið eru síki nokkur, sem eru mjög ill
yfirferðar, og aö eins gagnkunnugir menn geta komist yfir. Þar
sem þorpiö Windenough stendur er hálent og bratti mikill nið-
ur að ánni Currentless, og svo bratti töluverður á hinn bóginn
niður að síkinu. Þaö er á að geta 3 mílur milli síkisins og ár-
innar þar sem þorpiö stendur, en skamt fyrir neðan þorpið þá
skerst vík úr ánni áleiðis í áttina til síkisins og sfkið beygist til
árinnar, svo að örstutt er á milli. Svo breikkar landið á milli
þeirra, en mjókkar svo aftur þegar nær dregur sjónum. Nesið
sem þannig myndast er áþekt hjarta sem hangi neðan við þorp-
ið Windenough. Nes þetta er ilt yfirferðar á pörtum, sérstak-
lega þeim megin sem síkið er, það eru hér og þar forarpyttir,
en gras inikið, og eigi gott að sjá hvar pyttirnir eru. Nokkur
hluti af nesinu er kjarri vaxin, fáeinar skógarhríslur eru þar, og
svo líka nokkrir þyrnirunnar. Nes þetta var kallað Héranes.
Mun það hafa fengið nafn af því að töluvert var af hérum í nes-
inu. Allir þorpsbúar trúðu því, að peningar og ýmsar gersem-
ar mundu vera þar fólgnar. Víkin sem skarst úr ánni inn í
nesiö sést ekki öll fvrr en siglt var eftir og fóru sögur af því, að
þar hefði verið leynihöfn nokkurra sjóræningja, og að þeir
hefðu fólgið ránsfé sitt einhversstaðar í nesinu, en aldrei kom-
ið aftur til að vitja þess, og þorpsbúar bjuggust ætíð við að
þetta fé mundi finnast. Engar sérstakar iðnaðarstofnanir voru
í þorpinu nema ein verksmiðja, þar sem búið var til Fosfor
(glórefni). Nokkrir framtakssamir þorpsbúar höfðu tekið sig
saman og safnað fé til að koma því á fót. Hafði sú fjársöfnun
staðið yfir nokkur ár, en fyrir dugnað forgöngumanna og spar-
semi þorpsbúa, þá loks tókst þeim að koma þessu verkstæði á