Heimir - 01.06.1907, Qupperneq 12
8
H EI M I R
sem gull eöa fjársjóöir væri grafnir, aö þeir bæru enga birtu.
Þorpsbúum kom öllum saman um, aö nauösynlegt væri aö búa
sig undir næstu nótt, því líklegt þótti aö eldurinn mundi
brenna í þrjár nætur í senn, og ein nótt væri nú þegar liöin.
Helstú leiötogarnir í þorpinu voru menn þeir er gengiö höíöu
bezt fram í því aö stofna glórefnisverksmiöjuna, og gengu þeir
fyrir því aö kalla þorpsbúa saman á einn almennan fund. Þar
skyldi rætt um hvernig bezt mundi veröa aö handsama logana
næstu nótt, einnig aö ákveöa hvað skyldi gera viö gulliö og
gersemarnar þegar búiö væri aö finna þaö. Skyldi fundurinn
vera að miöjum degi í girðing nokkurri, er var nálægt miöju
þorpinu. Þaö var búist viö svo mörgum á fundinn, aö enginn
salur í þorpinu mundi vera nógu stór til aö rúma þá alla.
Löngu áöur en hinn ákveöni tími var kominn til aö setja
fundinn, var nærri hvert mannsbarn í þorpinu komiö á fundar-
staðinn. Engir voru þar stólar eöa bekkir, en pallur dálítill
var reistur í einu horni giröingarinnar, sem ætlaöur var helztu
ræöumönnum og íundarstjóra. Þegar tími var kominn sté for-
stöðumaöur glórefnafabrikkunnar upp á pallinn og kvaöst hann
hifa veriö beöinn aö stýra þessum fundi. Lýsti hann ánægju
sinni yfir heiöri þeim sem sér væri sýndur í slíku, þar sem svo
inikilsvaröandi málefni væri að ráöa fraro úr, og ekki aö öllu
leyti vandalaust. Þaö væri mikilsvaröandi, því nú væri líkur
til, aö bráölega muni rætast þær vonir, sem þeim heföi öllum
—hann vildi ekki segja—staöiö fyrir svefni—, en hann hikaði
sér ekki viö aö segja heillaö hugi flestra þorpsbúa frá því þeir
fyrst myndu eftir sér. Kvaöst hann strax á unga aldri oft haía
óskað eftir að hann findi gull og gersemar þær sem óefaö væru
fólgnar einhversstaöar í Héranesi, og nú ætlaði sú ósk aö ræt-
ast. Vitaskuld mundi hann ekki finna það einsamall, og væri
slíkt auðsjáanlega forsjónarinnar verk, svo aö allir þorpsbúar
einn meö öörum gætu notiö þess. Kvaöst hann álíta slíkt sem
bending um aö inenn ættu aö nota féö þegar þaö væri fundið
til almennings þarfa.—Lauk hann svo ræðu sinni. Kvaöst
vona að mönnum mundi koma saman og bauö hann svo mönn-
um aö taka til rnáls. Eftiraö fundarstjóri haföi nokkrum sinn-