Heimir - 01.06.1907, Side 20
i6
H E I M I R
Alftafirði og var þar prestur í fjögur ár, þar til haan aö ráöi
prófasts sagöi af sér embætti og bjó síðan sem bóndi fyrst að
Hofi í þrjú ár og þar næst í Borgarfirði eystra, unz hann fiuttist
af landi burt hingaö til Winnipeg voriö igoi.
Haustiö 1874 kvongaöist séra Stefán eftirlifandi ekkju
sinni Malenu Þorsteinsdóttur Sigurðssonar frá Eyjólfsstöðum og ?
Guðrúnar Skúladóttur, ættaöri úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu.
Þau hjón eignuöust 6 börn, sem öll eru á lífi, og eru 4 þeirra
hér í landi, en 2 á Islandi. 1
Framan af æfi var séra Stefán hraustleika maöur og talinn
eitt hið mesta karlmenni. ldann var afbuiöamaöur aö kröftum
og glíminn vel. Skömmu.eftir að hingaö kom til lands kendi
hann meinsemdar, er aö lokum leiddi hann til bana, og andaö-
ist hann úr krabbameini, aö sagt var, þann 14. Desember síö-
astliðinn, 58 ára að aldri. Hann var jarðsunginn þriöjudaginn
næstan eftir, þann 18. s. m., frá Unitarakyrkjunni íslenzku og
fiutti séra J. P. Sólmundsson frá Gimli og sá er þetta ritar ræö-
ur yfir líkinu áður en fariö var meö það vestur í Brookside-
grafreit.
Séra Stefán var aö mörgu leyti einkennilegur maöur. Var
hann lítt við alþýöuskap, fálátur hversdagslega og hljóður á
seinni árum. Þó var hann að eðlisfari félagslyndur. Ríkur
var hann í lund og fremur ör, en aldrei langrækinn. Hann var
ramm-íslenzkur í hugsunarhætti og fanst fátt um alt er leggja
vildi bönd á ráð og skynsemi manna. Kona hans hefir sagt
mér, að frá því fyrst hann kom úr skóla, hafi hugur hans
hneigst mjög í frjálslynda átt og unni hann lítið fornum kredd-
um. Enda las hann þaö af yngri höfundum, er til hans gat
borist frá'Danmörku og Þýzkalandi, er opnaö hafa veginn fyrir
frjálsri rannsókn meðal fræöimanna Noröurálfunnar.
Aö mörgu leyti mátti með sanni segja um hann, aö hann
leyndi manni. Hann var djúphygginn, velmentaöur, víölesinn,
las og mælti á fimm tungumálum, auk þess sern hann kunni
latínu mæta vel. Sérstaklega var hann heima í flestu, er aö
fornfræöi og sögu guöfræöinnar laut, og heimspeki. Hann haföi
um langan aldur lagt fyrir sig aö rekja sögu og uppruna ýmiss-
1