Heimir - 01.06.1907, Side 5
Stephan G. Stephansson:
(P) MILLI LESMÁLS OG LJÓÐA •
7 0^3^:
NIKÓDEMUS.
1907
---o 0---
I.
ANN sagöi’ ekki af sér, og var þaö nú von?
Svo vel læröur maöur og höföingja son
Meö átyllu’ í öldungaráði,
Og einkunnir hæstu sem hægt var aö fá
Á háskólum Rabba og samkundum frá,
Sem kunni þær flækjur og fræöi’ upp á staf,
Sem Farísa hyggjan var belgtroðin af
Til agns þeim, sem orkti’ eöa spáöi.
En burt hefði’ ’ann rifið, en réö ekki við,
Þær rotfúa-kreddur og og andleysu-sið,
Og blæjuna’ af embættisbræðrum,
Sem hápresta-andlit sín hengdu þeir á,
Svo heimskasta almenning þektust þeir frá,
Sem reigsuðu’ um götur sem Hjálpræðisher
Með heimatrúboðskap um réttlæti’ á sér,
Sem fyrirmynd feðruin og mæðrum.