Heimir - 01.06.1907, Blaðsíða 23
H E I M I R
19
um þær mundir til heimilis í Milwaukee, hafi veriö einn ræöu-
manna, og gengist fj'iir Isler.dingadagshaldinu ásamt hinum.
I æfiágripi Eyjólfs Eyjólfssonar hefir blandast málum þar
sem sagt er frá Gróöafélagi og Eramfarafclagi Islendinga til
forna hér í bænum. Þessi voru tvö c'skyld fclög meö mjög
^ misjöfnu markmiöi og tilgangi. Grcöafélagiö eins og nafnið
ber meö sér, var nokkurskonar verzlunar- eöa fjárglæfrafélag,
er menn töphöu stór fé í. Þaö fór á hausinn eftir nokkur ár.
x Aftur var Framfarafélagiö í alt ööru augnamiði stofnaö og voru
í því Hestir hinir betri menn Islendinga hér fyrr og síöar. Fé-
lag þaö var viö Iffiö frain á síðastliöin áramót að félagsmenn
leystu þaö sundur og gáfu höfuöstól félagsins, er nam rúmum
$600 til ýmissa íslenzkra fyrirtækja hér í bænum.
I Gróöafélaginu var Eyjólfur aldrei, en í Framfarafélaginu
var hann þur til þaö hætti. Ummæli þau í æfiágripinu, um
Framfarafélagiö, eiga því aö falla burtu, og um hluttekningu
Eyjólfs í Gróöafélaginu.
,,Apókrýfisk“- útgáfa af Jónasarbók.
I. Kapítuli.
Af fcróum Jónasar. Honum cr kastad í sjóinn.
Adonai talaöi þessum oröum til Jónasar Amittaisonar:
„Far af staö til Nineve og prédika móti henni". Jónas bjóst
til aö fiýja og fór ofan til Jaffa. Þar hitti hann skip, er ætlaði
til Tarsis. Hann greiddi farleigu og íór um borð. Em mikl-
um stormi varpaöi á sjóinn og geröist þá svo mikiö ofveröi aö
viö sjálft lá aö skipið myndi taka í sundur. Urðu skipverjar
hræddir, hétu hver á sinn guö.
En Jónasi haföi verið vísaö til rúms neöst f skipinu. Lá
hann þar og svaf vært. Gekk einn háseta til hans og sagði: