Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 1
pp?0§tf0itl^
(»V—^_____ '
I.
Sunnan úr ársölum eyglóar vorboöinn flýgur.
Yljandi, hækkandi rööull um bláhiminn stígur.
Baöast í vermilaug fagrahvels fjörvakin jöröin.
Frjóangar jurta og meiða úr læðingi brjótast.
Gullroðnar leika sér bárur um blikandi f jörðinn.
Blærinn og fjólan í ástsælum lífsdraumi njótast.
—Vorgyðjan ljúfa um loftiö og foldina’ og sæinn,
lífinu heilsar og býöur því sólríkan daginn.
Opnið nú gluggana! Látið þið loftið inn streyma
—lífgandi, hressandi blæ hinna vorþrungnu geima!
Blæjurnar frá, svoað blessandi guðssólin skíni
blómunum fölu, sem eiga í kofunum heima!
Opnið þið hurðir svo dauðaloft húsanna dvíni,
drepandi molluna’ og svæluna hrekið á klakann!
Látið ei draugana lengur um híbýlin sveima!
-Löng vaross nóttin og þreytandi skammdegisvakan!