Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 7

Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 7
HEI MIR 31 landi. Föt og fataefni, sem búin eru til í Manchester á Eng- landi eru betri en föt og fataefni sem búin eru til í þessu landi, ■og lengi hefir þaö veriö álitiö, að bezta eggjárn væri smíöaö í Sheffield. Ef til vill er reynslan búin að sanna þeim, að „rá‘d- irenditin cr raungœfuslH. En hið sparneytna rnannfélag hefir einnig sína iesti. Menn eru þar vanafastari, og þeim er og svo hætt við að vaxa „inn í sjálfa sig" og gjarnt til að verða sínkir og ógöfuglyndir. Fjárvogunar-tilhneigingin þar á móti er betur ■vakandi, göfuglyndari og fljótari að ákvarða, en ekki eins áreið- anleg, hvað verslunarviðskiftum kemur við. Vér verðum var- ir við, að þetta er á meðvitund manna, þótt þeir hafi ekki alla tíð gert grein fyrir því. Vér berum ekki sama traust til manna sem hafa orðið, það sem við köllum, snðggrikir á fjárvogunum eins og á þeim, sem efnaðir hafa orðið af framsýni. Eitt af því sem Ashdown borgarstjóra var talið til gildis á kosningafundum í haust var það, að hann hefði ekki orðið ríkur af fjárvogunum. og dæmi má finna til þess, að þeir, sem aðallega hafa haft fjár- glæfrabrögð að atvinnu, hafa falið atvinnugrein sína undir gervinafni, hafi þeir þurft að leita eftir atkvæðum almennings til að ná einhverri stöðu. Eitt er það, senr hlýtur að vekja eftirtekt vora, að sið- ferði manna hefir breyzt ákaflega mikið frá því, sem það var í fornöld. Dygðir, sem þá voru í hæsta máta lofsverðar, hafa ekki hið sama gildi nú. Hetjuskapur var í fornöld einhver hin» stærstá'dygð, umburðarlyndi og meðlíðun var í litlu afhaldi al- ment. Að rekja það, hvernig þær breytingar hafa orðið, væri langt mál. Trúarbrögð og stjórnarfar eiga þar stóran þátt í. Varla rauti nokkur efast um, að umburðarlyndi hefir aukist og einnig sannleiksást í vérslunar viðskiftum. Heindargirni hefir minkað. Eg gat þess, að eg ætlaði ekkert að segja um, hvaða áhrif trúarbrögð og stjórnarfar hafi haft á siðferöi manna; En eg ætla að minnast á tvö atriði,. sem vafalaust hafa haft mikil áhrif. Hefndargirni hefir þverrað af þeirri ástæðu, að lögregl- an og dómstólarnir hafa tekið þau málefni að sér, svo einstakl- ingurinn hefir lítið eða ekkert með það að gera, og þar af leið- andi hefir umburðarlyndi og meðlíðun vaxið. Sannleiksást í

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.