Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 4
28
HEIMIR
Þaö fyrsta, sem vekur athygli vort þegar vér hugsum um
dygö er mismunur sá, er vér þykjumst sjá, aö sumir menn eru
siöferöisgóöir, enafturaörir siöferöisvondir. Sömuleiöis þjóöir;
þær koma okkur misjafnlega tyrir sjónir, sumar dygöugar .og
aörar ódygöugar. Þaö er ekki hinn minsti efi á því, aö menn
og þjóöflokkar eru mjög misjafnir hvað siðferöi snertir, en þessi
mismunur er í raun og veru ekki eins mikill eins og oss kemur
hann fyrir sjónir í fyrstu. Hann hverfur aö nokkru leyti þegar
vér gætum nákvæmlega aö málavöxtum. Stjórnarfar, kyrkja
og trú og atvinnuvegir hafa mjög mikil áhrif á hugsunarhátt
manna, og þar af leiöandi á siðffcröi, og þetta alt er naumast
þaö sama hjá tveimur þjóöum, hvaö þá heldur hjá fieirum. Eg
ætla ekki í þetta skifti aö minnast á þau áhrif, sem stjórnarfar,
kyrkja og trú, hafa haft á hugsunarhátt fólks, því það hvert fyr-
ir sig væri nóg efni í sérstaka fyrirlestra.
Hver þjóö hefir sína sérstöku dygö, sem vér getum kallaö
viegindygS eöa fruvidygS. Þaö er aö segja, aö hver þjóö hef-
ir einhverja sérstaka dygö, sem ineira ber á en öörum dygöum.
Það er dygö, sem er ineira eftirtakanleg („prominent") en aör-
ar dygðir, og hver sá einstaklingur hjá þeirri þjóð, sem ekki er
snortinn af þessari dygö, er af þessari sömu þjóö ávalt álitinn
afhrak; þrátt fyrir þótt hann hefði ýmsa aöra göfuga kosti til
að bera. T. d. hjá Islendingum heima á Fróni er ráövendni
megindygö, og hver Islendingur, sem var óráövandur, var ekki
í áliti, þótt hann væri siðferðisgóöur að ööru leyti. Mannúðar
og réttlætis tilfinningar hjá þeim manni sem ekki var frómur,
voru aö vettugi virtar af öðrum. Það aö vera þjófur, var sú
stærsta niðurlæging sem nokkurn mann gat hent. Aftur er
ýmsum öörum dygðum skipað framar hjá öörum þjóðum.—
Hjá Irum er skírlífi megindygð, og þótt maður meöal Ira hafi
ýmsa aöra kosti og hæfileika, þá hverfa þeir, hafi hann ekki
þessa dygð. Þetta kom svo ljóslega fram í afdrifum Stuarts
Parnells. Hjá Itölum og Spánverjum er tilbeiðsla og lotning
fyrir guðdóminum þeirra langhelsta megindygö. Hjá ensku-
mælandi konum er skírlífi aftur megindygöin. Með þessu er
ekki sagt aö hver einstaklingur hjá hverri þjóö sé snortinn af